Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Qupperneq 16

Morgunn - 01.06.1988, Qupperneq 16
AFFUNDI MFÐ TUTU MORGUNN Ef þið farið inn í andlega heiminn, þá getið þið ekki snúið aftur til jarðlíkamans. Pessi breyting sem þið kallið dauða, er þannig í því fólgin að þið farið inn í andlega heiminn. Sp.: Er hin svo kallaða paradís og sumarland sami staður- inn? Sv.: Petta eru orð sem fólk margra þjóða hefur búið til í aldanna rás, til þess að lýsa fegurð andlega heimsins, sem það hefur rétt séð í svip og þó mjög óljóst. Paradís er heiti sem notað er í austurlöndum, vesturlönd vísa til himnaríkis. Spíritistar hafa notað orðið sumarland, vegna gleðinnar, fegurðarinnar og ljóssins sem frá því geislar. Það skiptir ekki máli hvaða orð þið notið, heldur hvað þið vitið og finnið innra með ykkur. Hjálpar þetta svar? — Já, svolítið. — A — svolítið, ó já, það er mjög skiljanlegt að fólk á jörðinni skuli vera afskaplega forvitið. Og vel munum við eftir eiginmanni miðilsins, sem spurði spurninga. Og vel man ég eftir að ég sagði við hann: Hvað viltu fá að vita? Hann svaraði: ,,Ég vil fá að vita allt.“ Og ég varð að segja honum að hann myndi fá sálræna meltingartruflun af því. Vegna þess að það er með þetta eins og fæðuna, þú getur aðeins innbyrt það magn og þær tegundir matar sem meltingarfæri þín eru hæf til að fást við. Ég er viss um að öll eruð þið ólík og ef ég spyrði ykkur, hvert fyrir sig, þá myndi eitt segja: ,,ég get ekki borðað þetta, annað: já, ég get vel borðað þetta en ég get ekki borðað hitt, því það veldur mér brjóstsviða og meltingar- truflunum. Og þannig er því varið með þekkingu andans. Hæfileg inntaka smám saman, allt eftir hæfileikanum til að meðtaka. Pó ykkur sé það ekki ljóst, þá hafið þið öll hérna miklu meiri þekkingu og skilning en þið gerið ykkur grein fyrir. Þekking ykkar er mikii, ef borið er saman við hina fyrir utan, fólkið á götum borgar ykkar, sem er minnislaust og sér ómeðvitað um nokkuð fyrir handan. Ekki aðeins þetta líf, heldur og daginn í dag, líðandi augnablik, því sumir lifa aðeins fyrir líðandi stund og hugsa ekkert til framtíðarinnar. Sp.: Geturðu útskýrt eitthvað tímann í þinni vídd? Sv.: Tími er ekki til. En samt verðum við að nota það orð þegar viðtölum viðfólk á jörðinni. Ef til vill veist þúeitthvað 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.