Morgunn - 01.06.1988, Síða 25
morgunn
AF FUNDI MEÐTUTU
væru eins og þau ættu að vera, þá væri ekki allt þetta ranglæti
að finna á jörðinni ykkar. Ranglætið er vegna fákænsku,
skorts á þekkingu.
Sp.: Geturðu varpað einhverju ljósi á fóstureyðingar?
Sv.: Það er stórt málefni. Ég gæti sagt að það sé afar rangt
að eyða lífi þegar það einu sinni hefur byrjað ferð sína.
Vegna þess að strax við getnað er sálin komin í sinn líkama
eða myndun. En til eru margar slíkar kringumstæður, þar
sem það hefur verið og mun verða, betra að eyða þessu lífi
heldur en að það komi í heim þar sem það myndi þjást mjög
mikið, líkamlega og andlega, vegna truflunar á starfsemi
líkamans eða heilans. Eða þar sem ekki væri tekið á móti
barninu með ástúð, heldur myndi það verða pyntað og meitt.
En það er líka erfitt að segja þetta, því ég er ekki dómari. Ég
get aðeins haft mína skoðun, eins og hvert ykkar hlýtur að
hafa. Það væri mjög yndislegt, og þá væri heimurinn ef til vill
fullkominn, efhlúð væri aðöllum börnum afástúð, ogtekið á
móti þeim á jörðinni af kærleika. En þetta er ekki svo. Og
þangað til maðurinn lærir að skilja meira af lögmálum nátt-
úrunnar eða andans, þá munu fóstureyðingar vera að eiga
sér stað. Sálir munu snúa aftur til himna áður en þær hafa
komist til jarðarinnar, sumar vaxa um stund í andlega
heiminum og þroskast, aðrar koma aftur til jarðarinnar við
betri kringumstæður. En ég get ekki svarað öllum spurning-
um um þetta, því eitt og sérhvert tilfelli er einstakt og ólíkt,
eins og við erum öll.
— Og nú, vinir mínir, verð ég að fara. Ég treysti því að ég
hafi orðið ykkur til dálítillar hjálpar. Ég hef notið félags-
skaparins við ykkur og vona að við eigum eftir að hittast
aftur. Og ég vil þakka ykkur kærlega fyrir vinsemd ykkar og
gestrisni við miðilinn ykkar og minn, það hefur náð til mín
líka. Ég býð ykkur góða nótt.