Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Page 30

Morgunn - 01.06.1988, Page 30
SKÝRSI.A FORSETA . . . MORGUNN eftir mikil fundahöld. Þannig aö ekki þarf að undrast þótt fullur skriður sé ekki enn kominn á starf hinna ýmsu nefnda. Félagsfundir: Svo farið sé stuttlega yfir það markverðasta, þá skal þess getið að félagsfundir voru 8 talsins, að meðtöldum jóla- fundi og nú aðalfundi. Fundir voru fyrst haldnir að Hall- veigarstöðum, síðan í risinu að Hverfisgötu 105, en eftir að Hótel Lind við Rauðarárstíg tók til starfa eftir áramótin hafa félagsfundir og skyggnilýsingafundir verið haldnir þar. Fyrsti fimmtudagur hvers mánaðar hefur verið notaður til félagsfunda. Það er nokkurt áhyggjuefni stjórnarinnar hversu fundarsókn hefur verið treg, að því er viðkemur fé- lagsfundum. Þetta er því miður engin nýlunda, því fyrri fé- lagsstjórn kvartaði yfir því sama. Sjálfsagt liggja margar orsakir til þessarar fundarþreytu félaganna, svo sem t. d. útvarp, sjónvarp, félagsstörf, tímaskortur o. s. frv., eða þá það að efni sem boðið er upp á, sé ekki nægilega áhuga- vert. Nú kem ég að einstökum félagsfundum. Á félagsfundi 2. apríl 1987 minntist forseti félagsins Einars heitins Jónssonar miðils frá Einarsstöðum, Sveinn Ólafsson lék á flygil frum- samið lag og frú Guðlaug E. Kristinsdóttir flutti minningar- erindi um Einar Jónsson lækningamiðil. Fundarstaður: Hallveigarstaðir. 1. október 1987 kynnti forseti félagsins, Geir R. Tómas- son, ýmis nýmæli í stjórnun og starfsemi félagsins og ræddi vetrarstarfið. Varaforseti félagsins Guðmundur Einarsson, Erla Tryggvadóttir og Guðmundur Mýrdal skýrðu frá þingi alþjóðasamtaka spíritista, sem haldið var um sumarið í Englandi. Fundarstaður: Hverfisgata 105. 5. nóvember hélt Gunnar Gunnarsson sálfræðingur fróð- legt erindi, er hann nefndi „Lífefli“, Fundarstaður: Hverfis- gata 105. 3. desember var jólafundurinn haldinn í Langholtskirkju og var fjölsóttur. Forseti félagsins setti samkomuna og flutti 28

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.