Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Síða 38

Morgunn - 01.06.1988, Síða 38
Ralph Stanbury, sjóliðsforingi: RANNSÓKNIR í DULSÁLARFRÆÐITIL HERNAÐARLEGRA NOTA Á myrkustu dögum síðari heimsstyrjaldarinnar, þegar kafbátar Hitlers sökktu kaupskipum okkar örar en hægt var að framleiða ný í þeirra stað, þá rakst ég á bók eftir Dennis Wheatley, sem, þó hún væri skemmtileg aflestrar, virtist fjalla um nokkuð langsótt efni. Sagan gerðist á eyjunni Haiti, þar sem galdrameistari nokkur notaði dulræna hæfi- leika sína til þess að ferðast utan jarðlíkamans yfir Atlands- hafið og leita þannig uppi skipalestir okkar og Iáta Þjóð- verjana vita um staðsetningu þeirra. Það er vissulega mögulegt að Hitler og einhverjir pótin- táta hans hafi iðkað svarta galdur. Vitað er að hann fékkst eitthvað við stjörnuspeki og hafði jafnvel sinn eigin stjörnu- speking, sem við útveguðum villandi upplýsingar með góð- um árangri. En það að nota dulræn öfl til þess að afla upp- lýsinga í stríði virtist vera í hæsta máta fjarstæðukennt - þ. e. a. s. þar til ég las grein um heiðursmann nokkurn, sem hvað eftir annað las hernaðarlega mikilvæg skjöl í stríði Frakka og Rússa, með því að nálgast þau utan jarðlíkama síns. Rússar eru þekktir fyrir að hafa mikinn áhuga á dulræn- um fyrirbærum og eru taldir vera Iangt á undan öðrum þjóð- um í rannsóknum vissra greina á því sviði. Þar sem vilji þeirra lýtur síst af öllu að því að sanna eða afsanna tilveru 36

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.