Morgunn - 01.06.1988, Qupperneq 46
UM BÓKINA „VERAN Á 29 MEGARIÐUM"
MORGUNN
O’Neil næði tökum á þessu ástandi sínu og verum, sem tóku
æ oftar að ráðskast með hann og konu hans.
Nótt eina í Febrúar 1974 fékk Meek skyndilega upp-
hringingu. Var í símanum sameiginlegur vinur þeirra Meeks
og O’Neil hjónanna og sagði hann sínar farir ekki sléttar.
Hann hafði fengið upphringingu frá O’Neil, sem í örvænt-
ingu hafði beðið hann að hjálpa sér, því kona hans væri fallin
í trans og hann væri sjálfur ýmist að falla í trans eða að vakna
af slíkum. Meek taldi strax að þau væru að verða það sem
kallað er andsetin. Einn kunningja hans, var maður að nafni
Henry Mandel, sem, þegar hann varð 64 ára gamall, upp-
götvaði að hann hafði afburða heilunarhæfileika og fór hann
að stunda slíkt með aðstoð leiðbeinanda síns að handan, sem
var eins og fleiri slíkir, rauðskinni, og kallaði hann sig Háu
eik. Meek ákvað þegar að leita til hans með hjálp varðandi
þetta alvarlega tilfelli. Áður en það varð hringdi O’NeiI
sjálfur í Meek og varð það sérstætt símtal, því ýmist var það
O’Neil sjálfur sem talaði eða sá sem hafði yfirtekið líkama
hans og var sá heldur ógeðfelldur náungi, orðljótur og gróf-
raddaður. Kona O’Neils var einnig í trans eins og áður sagði,
og í gegn um hana talaði lítil stúlka, sem kallaði sig Lornu.
Var hún sú sem fyrst hafði gert vart við sig á þennan máta hjá
þeim hjónum. Var hún í sífellu að spyrja eftir móður sinni.
Mandel hófst þegar handa með aðstoð leiðbeinanda síns,
indíánans Háu eikar, við að fjarlægja þessar friðlausu verur
frá þeim hjónum. Gekk það nokkuð auðveldlega með
stúlkuna Lornu, sem yfirtekið hafði Alice, konu O’Neils, en
sá er nefndi sig Phil og yfirtekið hafði líkama O’Neils sjálfs,
var öllu illskeyttari viðfangs. Það hafðist þó að lokum að
fjarlægja hann, en nánast um leið var önnur vera komin í
sambandið lítt betri og kallaði sú sig Richard. Hann stóð þó
stutt við því Mandel og hans hjálpendum tókst að fjarlægja
hann einnig. ÖIIu þessu fjarstýrði svo Mandel í gegn um
símann til þeirra hjóna. En þegar allt virtist yfirstaðið kom
enn ein veran af svipuðu þroskastigi í gegn hjá O’NeiI.
Einnig hana tókst Mandel að fá burt. Hann hófst nú handa
við að byggja upp n.k. verndarhjúp um þau hjónin í því skyni
44