Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Page 50

Morgunn - 01.06.1988, Page 50
UM BÓKINA „VERAN Á 29 MEGARIÐUM" MORGUNN Já, svaraði Bill. En þú lætur þetta hljóma eins og — hamingj- an sanna — eins og vélmenni í sjónvarpi. Svar Doc Nicks var sundurlaust en skiljanlegt: Já, við munum alltaf... þegar við . . . munum við . . . það eina . . . heyrirðu þetta Bill? Heyrirðu? Þegar þessar samræður voru Ieiknar af bandi af höfundi bókarinnar, þá heyrðist honum rödd Bills titra og hann virtist vera að reyna að ná stjórn á sér: Já, allt í lagi. Ah — þú verður að afsaka — en ah — ég veit að þetta er — þú verður að viðurkenna að þetta er hálf skelfileg reynsla. Svar Doc Nicks var ógreinanlegt. O’Neil greip inn í: Þessu slær öllu saman. Ég get ekki skilið það sem þú ert að segja. En svo tókst honum að heyra svarið: „Ég sagði: af hverju ertu . . . Pegar O’Neil teygði sig í takkana til þess að reyna að stilla tækið betur, þá hélt röddin áfram: Láttu þá vera, láttu þá vera. Heyrirðu til mín Bill? Heyrirðu hvað ég er að segja? Svona hélt samtalið áfram um stund en rofnaði svo jafn skjótt og það hafði hafist og ekkert heyrðist nema bak- grunnshávaðinn í tækinu. Meek varð auðvitað jafn hrifinn og O’Neil og var þegar farinn að hugsa um möguleika á sambandi við verur á hærri sviðum en þeir Doc Nick og Mueller væru á. En nú hætti Doc Nick skyndilega að hafa samband og fannst engin skýring á því. Nú þegar Mueller var einn eftir hinum megin gekk verkið hægar þar sem hann virtist ekki hafa jafn mikinn áhuga á Spirocom, einnig vegna þess að O’Neil var, að því er Meek segir, óskipulegur í vinnu, frekar latur, hafði ekkert vit eða neina stjórn á peningamálum sínum og vildi bara helst búa einn og ótruflaður í óhrjálegu húsi sínu. 13. nóvember 1975 verða þeir svo fyrir því að það kviknar í húsi O’Neils og mikið af tækjunum eyðilagðist. En áfram var haldið. Annar mikilvægur áfangi í starfi þeirra næst svo 22. sept- ember 1980, þegar O’Neil nær sambandi við Mueller, þegar hann var að stilla tæki sín á tíðnisviðunum á milli 29 og 31 megahertz. Það hafði ekki minni áhrif á O’Neil en það fyrra sinnið er Doc Nick heyrðist fyrst í tækjum hans. Nú voru samtölin skýrari og enginn vafi á að báðir heyrðu til hins og 48

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.