Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Síða 54

Morgunn - 01.06.1988, Síða 54
DULRÆN FRÁSÖGN MORGUNN Mér datt í hug að Guðrún væri búin að fá þessa fínu kápu fyrir ferminguna því ég vissi að hún átti hana ekki fyrir, og að hún myndi ekki eignast hana, enda hafði ég aldrei séð nokkra telpu í svona kápu. Ég flýtti mér austur í stofu til Lárusar og bið hann að fara og bjóða börnunum inn, því ég sé einmitt að Ieggja á borðið. Lárus stóð upp, leit út um giuggann og fór því næst út. Dvaldist honum all lengi, kemur svo inn og segir að hann sé búinn að leita allt í kring en finni engin börn. Pá kalla þau Hulda og Gísli, sem allan tímann höfðu legið út í glugganum, að aðkomukrakkarnir hafi hlaupið aftur niður brekkuna og horfið. Þau komu aldrei aftur í Ijós. Við biðum góðan tíma, heldur Bryndís áfram, en ekkert skeði. Síðar fréttum við að Guðrún og Jón frá Argilsstöðum hefðu farið ríðandi til kirkju og lagt leið sína fram hjá Efra-Hvoli, bæ sem er all langt í burtu. Atvik þetta hefur alltaf verið okkur jafn óskiljanlegt. Bryndís Nikulásdóttir og Lárus Ág. Gíslason, Miðhúsum, Hvolhreppi. Eftirmáli: Frásögn þessi er tilkomin vegna viðtals er undirritaður átti við þau hjónin í fyrra sumar og svo aftur í vor. Færi ég þeim alúðarþakkir fyrir framlag þeirra og tel ég frásögnina hina merkilegustu, sérstaklega þar sem svo margir aðilar sáu hin dularfullu börn og urðu þannig sjónar- vottar að dularfullum atburði. 52

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.