Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Page 55

Morgunn - 01.06.1988, Page 55
Guðjón Baldvinsson: UM HESTA OG HULDUMENN Snemma á síðasta ári varð sá atburður að 7 hestar frá bæ einum í Öxnafirði hurfu sporlaust og reyndist mönnum gjörsamlega ómögulegt að ráða í livað af þeim hafði oröiö. Spannst af þessu mikið fjölmiðlamál og urðu margir til þess að koma með alls konar tilgátur um hvarf hestanna og bar þar m. a. nokkuð á fólki, sem taldi sig hafa séð í draumi hvar hestarnir væru niður komnir. Birtu flestir tjölmiðlai þessar tilgátur samviskusamlega, og er út ai fyrir sig ekki nema gott eitt um það að segja. En eitt með því sérkenni- legasta í þessu tilgátuflóði um afdrif hestanna var ytirlýsing, sem birt var sem forsíðufrétt í DV og sögð vera frá forystu- manni í Sálarrannsóknafélagi íslands. Var hun á þá leið að hestarnir væru í góðu yfirlæti hjá huldufólki, sem heföi þurft á þeim að halda og myndi þeim verða skilað aftur á til- greindum tíma. Nafn heimildarmanns var ekki birt og ekki sá viðkomandi dagblað ástæðu til þess að leita staðfestingar á því hjá Sálarrannsóknafélaginu hvort þessi maður, sem kynnti sig sem frammámann þar, væri ytirleitt nokkuð starf- andi hjá því. Reyndist það og ekki vera, því þar á bæ kann- aðist enginn við slíka fréttamiðlun. í fréttabréfi sínu, sem út kom í september s. 1. birti stjórn Sálarrannsóknafélagsins yfirlýsingu, þar sem sagði að fyrr- greind frétt væri röng, hún væri ekki komin frá neinum frammámanna í S.R.F.f. eða neinum tengdum því. Þessi yfirlýsing virðist þó ekki hafa borist í augsýn blaðamanna DV, því 30. desember s. 1. tekur blaðið þetta mál fyrir í annálum ársins og segir þar m. a. um það: 53

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.