Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Page 28

Morgunn - 01.12.1989, Page 28
BÖRN OG NORNIR f BRETLANDI MORGUNN Barbara Brandolani, starfandi norn, taldi að í gangi væru öfuguggar, sem notfærðu sér dularfræðin sem yfirvarp. Dularfræðin eru orðin heilmikil viðskiptagrein, því til sönn- unar er dulfræði-póstverslun í Leeds, sem hefur meira en 40.000 viðskiptavini. Eigandi hennar, Chris Bray, galdrakarl, sagði að meirihluti þessa fólks væri heiðarlegt. Hið Iitla hlutfall þeirra sem mis- notuðu dulfræðina væru afbrotamenn og ættu að meðhöndlast sem slíkir samkvæmt refsilögum. Þeim sem berjast gegn dulhyggju hefur bæst liðsauki þar sem er kirkja krists. Séra Kevin Logan gerði könnun meðal 300 barna í norðvesturhluta héraðsins. Níu af hverjum tíu kváðust hafa haft einhverja reynslu af dulfræðum og 6% höfðu ánetjast. Hann sagðist sem prestur verða að tína upp brotin eftir hrekkjavökur. Fréttaskýringunni lauk á því að sagt var að mikill uppgangs- tími væri í dulspeki alls konar í Bretlandi. Áhrifin geta verið alvarleg fyrir þá sem Iaðast að þessum dýrkunarríka hlýðni- heimi þessarar starfsemi. J.T.M.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.