Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Síða 44

Morgunn - 01.12.1989, Síða 44
AF FUNDUM OG NÁMSKEIÐUM MORGUNN — þá er þetta úr sögunni — einnig væri gott aö þú breyttir meira mataræöinu með heilsumat.“ Petta kom heim og saman viö það sem ég þóttist hafa verið búinn að gera mér grein fyrir sjálfur, en var alltaf ósáttur við að fá ekki svörin frá læknun- um. Ég spurði hana út í þá vanlíðan sem ég hefði í fótum og væri mér mjög erfið. „Það er ekki sjáanlegt að hér sé um mikið mál að ræða — ég skyldi bara leita til læknamiðils.“ Ég sagðist vera nýbúinn að vera hjá Unni Guðjónsdóttur. „Já það er gott — þú þarft bara að fara þangað oftar — þetta lagast ekki eins og hendi sé veifað — en þetta lagast ef ég héldi áfram að fara til Unnar." Gladys sagði og hló við — „það er mikið fjör í kringum barnabörnin — þar sem ég var búin að ræða við konu þína kemur hér sumt fram sem einnig kom fram hjá henni — en sem sagt, það er mikið fjör hjá barnabörnunum og allt í besta sóma.“ Það kom hér fram hjá Gladys — eins og annara miðla áður — að ég hefði mikla ánægju af að breyta til — væri sem sagt ekki mjög staðbundinn og að ferðalög væru mér mjög að skapi. Enda þótt að ferðum fækkaði væri það síður en svo að þeim væri hætt og ég væri ekki sestur í helgan stein. Við hlustun þeirra punkta sem ég hafði talað inn á seg- ulbandsspóluna, koma fram minnisatriði sem þar hafa gleymst. Hið slæma heilsufar mitt stafar að nokkru af áhyggj- um mínum af heilsu konunnar, þessa þyrfti ég ekki lengur — því þar væri um góða bót að ræða. í sambandi við staðsetningu mína á skipunum sem ég var á, talaði hún mikið um stýri og stjórn skips — en hér segir hún að mynd komi af mér í galla með olíublettum og sé ég með eitt- hvert verkfæri í hendi og þá spyr hún hvort ég hafi verið eitt- hvað við vél og vélaviðgerðir. Og kvað ég svo vera. Gladys spurði mig hvort samband mitt við elsta bróður minn — þann er nýlátinn væri hefði verið öðruvísi en við hina bræð- urna. Hvort við hefðum kannski verið eins miklir vinir sem og bræður? Ég kvað svo vera. 42

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.