Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Side 46

Morgunn - 01.12.1989, Side 46
LEIÐTOGAR BANDAMANNA OG MIÐLAR SÁLRÆN SAGA SEINNI- HEIMSSTYRJALDARINNAR. Winston Churchill, maður örlaganna sem stýrði Bretlandi örugglega til sigurs var gæddur yfirnáttúrulegum hæfileikum sem björguðu lífi hans oftar en einu sinni. Samt sem áður gat þessi mikli leiðtogi sem með stórfenglegri mælsku þjappaði þjóð sinni saman, ekki sagt meira en eina setningu fyrst á sín- um pólitíska ferli í neðri deild þingsins án þess að skrifa ræð- una fyrst og læra hana utan að. Churchill var skyggn. Að sögn Asquit barónessufrú rættist allt sem hann spáði fyrir um á fjórða áratugnum. Strax árið 1925 spáði hann fyrir um tilurð vetnissprengjunnar, ratsjárinn- ar og þýsku flugskeytanna, VI og V2. Winston fæddist 1874, sonur mikils stjórnmálamanns og af- komandi hertoganna af Marlbourough. Sem fréttaritari „Morning Post“ var hann sendur til Suður- Afríku að skrifa um Búastríðið. Hann var handtekinn í lest sem ráðist var á úr launsátri og hafður í haldi í fangabúðum. Hann flúði innan við mánuði seinna með því að stökkva með stöng yfir vegg og upp í lest. Hún stoppaði á landssvæði sem hann þekkti ekkert til. í sjálfsævisögu sinni segir Churchill: „Það þyrmdi yfir mig og mér varð það ljóst að engin beiting veikburða hugans eða þjálfun líkamans gæti bjargað mér frá óvinunum. Án hjálpar æðri máttarvalda sem gripa oftar inn í samhengi orsaka og af- 44

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.