Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Side 52

Morgunn - 01.12.1989, Side 52
LEIÐTOGAR BANDAMANNA MORGUNN Þrenningin verður fullkomin þegar eftirmaður minn hefur lok- ið verki sínu.“ Lincoln hélt áfram; „Mér leyfist hvorki að láta uppiskátt að hvaða marki Franklin Delano er undir hand- leiðslu minni né hvenær verki hans lýkur.“ Einn fundarmanna, Ralph Pressing gaf út spíritistablað. Hann spurði gestinn að handan hvort Roosevelt væri sér með- vitaður um leiðsögn. „Já“ svaraði Lincoln, „en honum finnst hann ekki geta viðurkennt þetta eða skilið a.m.k. ekki meðan hann gegnir þessu embætti." Hr. Pressing tók ljósmynd. Þegar hún var framkölluð komu í ljós andlit fólks að handan, þar á meðal andlit Abrahams Lincolns. Snemma á stjórnmálaferli sínum þegar Roosevelt var ríkis- stjóri New York, hafði hann áhuga á áætlun um stofnun til að kanna nútímasálfræði. Hún átti að vera vel búin tækjum og hafa prófessora og miðla á launum. Árið 1947 sagði Hannen Swaffer blaðamaður og einn af brautryðjendum spíritista að miðill hefði flogið reglulega frá vesturströnd Bandaríkjanna til Washington D. C. á stríðsár- unum til að halda fundi með Roosevelt. Bandaríski sjáandinn, Jeane Dixon sem spáði rétt fyrir um nokkra atburði í sögu Bandaríkjanna, gaf forsetanum ráð árið 1944. „Segðu mér,“ bað hann, „hve langan tíma á ég eftir til að ljúka verki mínu?“ Frú Dixon svaraði; „Ekki meira en fram á mitt næsta ár.“ „Ég hafði vonast eftir meiri tíma“ sagði Roos- evelt. Spáin rættist. Roosevelt lést í svefni 12. apríl 1945, aðeins 18 dögum áður en Hitler skaut sig til bana í byrgi sínu í Berlín. Fáum dögum frá andláti Roosevelts, vottaði spíritistaleið- beinandinn Silver Birch honum virðingu sína og sagði m.a.: „Pessi maður mun af mikilli kunnáttu og miklum krafti halda áfram að þjóna fólki sínu sem og öllu fólki sem reynir að lifa í ljósgeisla frelsisins sem er þeirra réttur við fæðingu.“ Að sögn leiðbeinandans var Roosevelt fæddur miðill. Upptökur með endurkomu an^a Roosevelts eru til. Eins og við munum sjá hafði hann samband í gegnum írskan miðil, Geraldine Cummins, til að biðja samstarfsmann sinn, 50

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.