Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Qupperneq 59

Morgunn - 01.12.1989, Qupperneq 59
MORGUNN LHIÐTOGARBANDAMANNA Hr. Messing gekk til gjaldkerans og rétti honum autt blað sem hafði verið rifið úr stílabók. Þá opnaði hann skjalatösku sína, lagði hana á borðið og um leið skipaði hann gjaldkeran- um í huganum að afhenda sér 100.000 rúblur. Roskinn maðurinn leit á blaðið, opnaði peningaskápinn og tók út nákvæmlega 100.000 rúblur í seðlum. Hr. Messing tróð þeim í töskuna og fór. Samferða honum voru tveir aðstoðarmenn Stalíns sem voru vitni að atburðin- um. Um leið og þeir staðfestu að tilraunin hefði heppnast fór Messing aftur til gjaldkerans. Þegar hann rétti seðlabunkann yfir, leit skelfingu lostinn maðurinn á autt blaðið á borðinu og hné niður á gólfið með hjartaslag. Til allrar hamingju var það ekki banvænt Stalín hugsaði upp aðra tilraun. Hann lét fara með miðilinn inn í mikilvægt stjórnarráðuneyti. Þremur hópum varðmanna var skipað að hleypa gestinum ekki út úr byggingunni reyndar ekki út úr herberginu heldur. Hann hafði ekkert útgönguvott- orð. Samkvæmt rithöfundunum tveimur þá sigraði Hr. Messing aftur. Þegar hann gekk út úr byggingunni sneri hann sér við og veifaði til háttsetts embættismanns í glugga á efstu hæð, glugg- anum á herberginu sem hann hafði yfirgefið. Sannanir fyrir þessum sögum komu frá virtu rússnesku tíma- riti ,,Vísindi og trú” sem birti þær sem hluta af ævisögu miðils- ins. Sögurnar komust í gegnum bæði pólitíska ritskoðun og trúleysisstefnu blaðsins. En Stalín hafði ekki lokið við að prófa miðilinn. Næst bað hann Hr. Messing um að reyna að komast inn á sveitasetur sitt án þess að hafa til þess opinbera heimild eða leyfi. Setursins var vandlega gætt af leynilögreglu hersins. Engu að síður heppnaðist honum þetta með því að segja við verðina og þjónana í huganum ,,Ég er Boris”. Samt líktist miðillinn honum ekki hið minnsta. Hinn velheppnaði árangur þessara tilrauna varð til þess að Stalín gaf Hr. Messing leyfi til að ferðast án nokkurra hafta um öll Sovétríkin þó svo að yfirlýst stefna stjórnvalda á þessum árum væri sú að hugsanaflutningur væri ekki til. 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.