Morgunn - 01.12.1990, Blaðsíða 58
H.M. Davison:
SKÖPUNARMÁTTUR
BÆNARINNAR
Handan jarðneskrar skynjunar liggja ókannaðar slóðir,
þar sem ruglingsleg og sundurleit öfl keppa hvert við annað
um forgang að sérhverjum samtengjandi millilið sem gerir
þeim fært að koma á fót sinni eigin sameiningu í heimi
þekkingar. Dreifðar einingar, fljótandi í hafi friðleysis, hver
og ein fær um að skapa tilviljunarkennd afbrigði andlegrar
þekkingar; hver og ein með innbyggðan hæfileika til að
annað hvort laða að sér aðra handahófskennda fljótandi
orkueiningu eða tengja sig og sogast inn í stærri massa þar
sem endurteknar tengingar mynda samræmt orkuflæði.
Sérhver þessara eininga hefur í sér má tt eyðileggingarinnar,
hinn dulda kraft sem býr í baráttunni á milli jafnvígra afla,
baráttu sem mun vara allt þar til annað hvort þeirra nær að
verða sterkara hinu. Hver eining hefur í sér mátt sjálfseyð-
ingar, því einmitt úr hæfileika hennar til aðlögunar rís eitt
af megin lögmálum alheimsins „að kraftur eins sem bætist
við ótiltekinn fjölda annarra, hlýtur að breyta orkuút-
streymi bæði þess eina og heildarinnar sem sá eini tilheyrir."
Aðstreymi til vakandi huga fylgir eðli hinnar tilviljunar-
kenndu einingar á sama hátt og sérhver meðtekin stað-
reynd breytir útstreymi heildarinnar. Raunar getur einstök
meðtekin staðreynd verið svo kröftug andstæða að hún
þurrkar út fyrri breytingar og útreiknaðar framkvæmdir
byggðar á eldri upplýsingum og gjörbreytir þannig allri
samsetningu útstreymisins. En hún getur líka verið svo
öflug viðbót að hún færir heildinni sem hún tengist, mögu-
56