Morgunn - 01.12.1990, Blaðsíða 42
MORGUNN
Sku^abaldrar
míns. Hvers vegna ég greip ekki til þess augljósa úrræðis að
flýja veit ég ekki en þegar maður gerir sér grein fyrir að
eitthvað óvenjulegt er á seyði, þá er maður meira og minna
tofraður, nákvæmlega eins og fuglinn sem ekki getur gripið
til vængjanna frammi fyrir snákinum, maður getur vart
hrært legg né lið.
Brátt fór allt að verða hálf óraunverulegt. Það eina sem ég
vissi var að égyrði að varðveita heilleika sálar minnar, hvað
svo sem það kostaði. Um leið og ég viðurkenndi ásakanir
hennar, þá yrði ég búin að vera. Við héldum áfrani víxlsöng
okkar.
En nú tóku kraftar mínir að þverra. Eg fékk skyndilega þá
einkennilegu tilfinningu yfir mig að sjónsvið mitt væri að
þrengjast. Þetta hygg ég að séu afgerandi einkenni móður-
sýki. Ut undan mér sá ég tvo veggi myrkurs læðast upp að
mér að sitt hvorri hlið aftan frá, eins og ég stæði með bakið
að horni einhvers skýlis sem smám saman væri verið að loka
mig inni í. Eg vissi að þegar þessir tveir veggir mættust, þá
væri ég búin að vera.
Þá gerðist nokkuð einkennilegt. 1 fjarska heyrði ég innri
rödd segja: „Láttu sem þú sért sigruð áður en þú ert það í
raun og veru. Þá hættir hún árásunum og þú kemst í
burtu." Hvaða rödd þetta var hef ég aldrei komist að.
Ég fór samstundis eftir þessu ráði. Með tunguna út í ann-
arri kinninni bað ég vinnuveitanda minn afsökunar á öllu
sem ég hefði gert eða myndi gera. Ég lofaði að vera kyrr í
starfi mínu og láta b'tið á mér bera alla mína ævidaga. Ég
man að ég kraup fyrir framan hana og hún malaði af sjálfs-
ánægju yfir mér, ákaflega ánægð yfir morgunverki sínu,
sem hún reyndar hafði fulla ástæðu til.
Síðan leyfði hún mér að fara og ég fór upp í herbergi mitt
oglagðist upp í rúm. En hvílt mig gat ég ekki fyrr en ég hafði
skrifað henni bréf. Hvert innihald þess bréfs var hef ég ekki
hugmynd um. Um leið og ég hafði skrifað það og látið það
þar sem hún myndi ná í það, féll ég í einhvers konar doða
og lá í því ástandi með hugann einhvers staðar víðsfjarri,
allt til næsta kvölds. Það er að segja frá því klukkan tvö þetta
síðdegi til um kl. 20 að kvöldi næsta dags - eða í þrjátíu
40