Morgunn - 01.12.1990, Blaðsíða 10
MORGUNN
Að hafa hugrekki til að syrgja
SR: Hvað fékk þig til þess að velja það að starfa með hinum
syrgjandi frekar en allar aðrar greinar félagslegrar þjónustu og
sálfræði?
JT: Bróðir minn lést í bílslysi þegar ég var sautján ára
gömul. Það var mikið áfall. Eg hafði enga reynslu haft af
dauðanum áður. Ekki var um neina ráðgjöf að ræða sem ég
gat leitað til. Að minni ósk, þá sendu foreldrar mínir mig til
sálfræðings en hann talaði aldrei í alvöru við mig um dauða
bróður míns. Svo sorg mín varði árum saman þangað til ég
tók þátt í gestalt-meðferðinni hjá Jim Sinkin, vel þekktum
gestalt-meðferðar fræðingi. Ég sagði frá draumi... draumi
þar sem ég var svo reið að ég reyndi að keyra á fólk. Ég var
í uppnámi yfir að mig skyldi dreyma slíkt. Jim vildi komast
að því hvað væri að eiga sér stað innra með mér þegar mig
dreymdi svona. Þetta var sennilega í fyrsta sinn sem ég
nokkurn tímann viðurkenndi að búa yfir þessum ótta en
jafnvel þá var athugasemd mín meira í ætt við yfirborðslega
yfirlýsingu en meðvitaða viðurkenningu á tilfinningum
mínum vegna þess að ég skildi þær ekki enn. Jim dró fram
stól og sagði mér að ímynda mér að bróðir minn sæti í
honum. Segðu honum að þú sért honum reið fyrir að deyja,
sagði hann. Mér þótti þetta hræðilegt. Hvernig getur maður
verið reiður látinni manneskju? Þessi reynsla skelfdi mig
ákaflega en ég treysti Jim fuLlkomlega. Svo „ég sagði" bróð-
ur mínum að ég væri honum reið fyrir að hafa dáið.
SR: Hver urðu tilfinningaleg viðbrögð þín við þessari æfingu?
JT: Heilmikið af tilfinningum braust upp á yfirborðið. Ég
tjáði margar af þeim tilfinningum sem ég hafði borið þegar
ég var sautján ára, eftir að bróðir minn lést: gremju, svik og
fráhvarf. T.d. þá hafði hann lofað því að kenna mér hvernig
ég ætti að haga mér gagnvart strákum og ég var honum
gröm fyrir að standa ekki við það loforð sitt. Jim bað mig
síðan að kveðja bróður minn. Ég sagði honum að það gæti
ég ekki gert. Ég hélt í alvöru að ef ég gerði það, þá myndu
skella á þrumur og eldingar eða að það yrði heimsendir. En
8