Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Blaðsíða 18

Morgunn - 01.12.1990, Blaðsíða 18
Að hafa hugrekki til að syrgja MORGUNN því til hans að hann myndi hitta hana aftur. Hann var svo sorgmæddur að hann trúði mér ekki. Ég gat ekki komið boðskapnum til skila. Samt sem áður var hann kominn til mín nánast strax eftir að hann dó. SR: Hvernig var það? JT: Eitt atvik sem stendur upp úr átti sér stað fáeinum vikum eftir að faðir minn lést. Mér bárust skilaboð - ég var með skrifblokk við hendina og ég skrifaði skilaboðin niður. Það sem ég skrifaði niður byrjaði svona: „Kæra Judy, við viijum ekki að þú hafir áhyggjur." Þetta var bréf frá föður mínum þar sem hann sagði mér að hann vildi ekki að ég hefði áhyggjur af þeirri nýju ábyrgð sem ég tókst á hendur eftir lát hans. (Ég hafði þurft að fást við ýmis fjárhagsleg mál). Þetta var langt bréf, þar sem m.a. stóð, að hann og móðir mín væru ekki að stjórna lífi mínu. Þau vildu að mér fyndist ég frjáls. I lok bréfsins sögðust þau eiga eina ósk, þá að ég nyti lífsins. Þetta var yndisleg reynsla. Það dreymir alls ekki alla um brottfarna ættingja eða vini eða finna til tengsla við þá. En ég hvet fólk til þess að biðja um þessi tengsl... að bókstaflega biðja hina látnu manneskj u um að gefa þeim eitthvert merki. Sumir gera svo. Sumt fólk hefur jafnvel séð þann látna. Ég hef aldrei upplifað það svo ég veit ekki hvernig það er. Við upplifum ekki hluti sem við erum ekki tilbúin fyrir eða höfum ekki tök á. Ég mundi sennilega telja að ég væri að bilast ef ég sæi sýn svo ég hef aldrei séð slíkt. En samband í gegnum drauma er mjög hentugt fyrir mig vegna þess að ég hef alltaf verið ákaflega tengd draumum mínum. Svo það að hitta fólk mitt í draumi virðist mjög eðlilegt fyrir mér. Aðrir hugleiða og finnst þeir vera að tala við ástvini sína. En þó að þú hafir aldrei náð tengslum við brottfarna ástvini, þá geturðu samt trúað og vitað að þeir halda áfram að lifa. Þó þú vitir ekki hvar þeir eru eða hvað þeir eru að gera, þá eru þeir eilífir. Ég hugsa um látna vini okkar sem ættingja í fjarlægu landi. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.