Morgunn - 01.12.1990, Blaðsíða 40
MORCUNN
Skuggabaldrar__________
slökkva ljósin og var-
aði mig við því að
fangelsisstjórinn, eins
og við kölluðum
vinnuveitanda minn,
hefði komist að því
hver hefði skipulagt
flótta frænku og ég
skyldi vera viðbúin
vandræðum. Þar sem
ég vissi að hún var
mjög hefnigjörn að
eðlisfari, þá var mér
ljóst að eina úrræði
mitt væri flótti, en
flótti varð bara ekki
svo auðveldlega framkvæmdur. Þessi stofnun sem ég starf-
aði hj á var menntunarstofnun, svo það varð að láta vita með
fyrirvara áður en maður færi. Ég hlakkaði ekki til þess að
fullnægja því skilyrði undir ótakmarkaðri stjórn illgjarnrar
konu. Svo ég beið eftir tækifæri sem réttlæti útgöngu mína.
Hamslausir skapsmunir vinnuveitanda míns urðu til þess
að sú bið varð ekki löng. Ég var lengi á fótum næsta kvöld
við að pakka niður dótinu niínu, svo ég væri tilbúin fyrir
væntanlegan flótta minn þegar inn í herbergið kom annar
starfsmaður, stúlka sem sjaldan talaði, átti enga vini og vann
störf sín eins og vélmenni. Ég hafði aldrei átt nein samskipti
við hana svo ég var meira en lítið undrandi yfir heimsókn
hennar. En ég fékk samt sem áður fljótt skýringu á henni.
- „Þú ert að fara," sagði hún. Ég játti því.
- „Farðu þá án þess að hitta fangelsisstjórann. Þú kemst
ekki burt ef þú gerir það. Ég hef reynt það mörgum sinnum
en ég get ekki farið."
En ég var ung og treysti á óreyndan styrkleika minn án
þess að meta nokkuð þau öfl sem stefnt var gegn mér og
næsta morgunn klæddi ég mig upp fyrir ferðina og með
tösku í hendi fór ég niður og bauð hinum hræðilega vinnu-
veitanda mínum byrginn í greni sínu, staðráðin í að segja
38