Morgunn - 01.12.1990, Blaðsíða 61
SPÍRITISMI
OG DULTRÚARHREYFINGAR
Á ÍSLANDI
Punktar frá erindi dr. Péturs Péturssonar á féiagsfundi Sálar-
rannsóknafélags íslands, fimmtudaginn 5.febrúar 1987, um spír-
itisma og dultrúarlireyfingar á íslandi á fyrstu áratugum
aldarinnar.
Á þessum tíma var gamla trúin ríkjandi. Einstefna og
einhæfni var mikil. Spíritisminn kemur svo inn í þetta með
þá kenningu að hver einstakur megi leita sjálfur. Flokkast
það undir plurisma eða fjölhyggju. Pétur gerði athugun á
meðlimalista guðspekifélagsins 1922, Sálarrannsóknafé-
lagsins er birtist í tmr. Morgni 1919, og Frímúrarareglunnar
1930. í ljós kom að mikill samgangur var á milli þessara
félaga og því ljóst að menn voru ekki útilokaðir frá einu
félagi þó þeir væru í öðru. Annars staðar í heiminum eru
slíkir hópar mjöglokaðir og strangir. í þeini er sannleikurinn
gefinn fyrirfram. Hér aftur á móti var einstaklingurinn
settur á oddinn. Af 443 meðlimum Sálarrannsóknafélagsins
1919 voru 55 líka í Guðspekifélaginu, og 36 í Frímúrararegl-
unni, þ.á.m. leiðtogi spíritista, Einar Kvaran. Hallgrímur
Þorsteinsson forstjóri Sambandsins var meðal fremstu spír-
itista á þessum tíma.
Atvinnu- og stéttaskipting meðlima S.F.R.Í. var þannig að
fyrst komu embættismenn, kaupmenn og millistétt, iðnað-
armenn voru nokkrir í félaginu. Svipað mynstur var í Guð-
spekifélaginu. Lítið var af verkamönnum og sjómönnum í
þessum félögum á fyrri hluta aldarinnar. Þetta hefur mikið
breyst hvað varðar áhrif spíritismans sem á nú ítök á meðal
allra þjóðfélagshópa.
Hvað skýrir hin miklu áhrif spíritisma á trúarlíf t.d., j afnvel
innan kirkjunnar á ákveðnum tíma? Hvað vantar í trúna
59