Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Blaðsíða 54

Morgunn - 01.12.1990, Blaðsíða 54
MORGUNN Óvenjuleg flugfcrð til getið hjá þér, ýmislegt er öðruvísi og hvers vegna það er, mun skýrast fyrir þér smátt ogsmátt á næstu dögum. Og í öðru lagi verður ekki hægt að fljúga til London. Raunar förum við ekki heldur til Englands, af óviðráðanlegum ástæðum. Við munum lenda í staðinn á nokkurs konar fríhöfn á eyju á Ermasundi, þar sem þið dveljið fyrst um sinn. Þangað er ennþá ca. klukkutíma flug. Hættu svo að brjóta heilann um þetta, og slappaðu af og njóttu flugsins og ekki fleiri spurningar. Ég kem aftur á eftir/' lofaði hún og sveif svo burt til að sinna öðrum farþegum. Eftir klukkutíma flug til viðbótar lenti vélin heilu og höldnu á gullfallegri og gróðurríkri eyju með mjög suð- rænu yfirbragði. Og flugstöðin var með þeim glæsilegustu sem ég hafði nokkurn tíma séð. Hún var staðsett í fallegu umhverfi, nokkrum tugum kílómetra að því er virtist frá útjaðri stórborgar. Þegar við komum inn fyrir, blasti við sjónum stór salur. Að undanskilinni stærðinni var ekkert þarna inni sem minnti á móttökusal í flugstöð. Engir vega- bréfseftirlitsmenn, engir tollþjónar, engin toflhlið og ekkert færiband eða hringekja fyrir farangur úr flugvélum. Aftur á móti var stór afgreiðslusalur í salnum og borð og stólar víðsvegar um hluta salarins og virtist nægja fyrir 150-200 manns. Sem sagt mátulegt okkur 170 sem komum með vélinni. Áhöfnin meðtafln. Allt í einu glumdi við rödd í hátalara þar sem við hinir nýkomnu farþegar vorum boðnir velkomnir og okkur boðið að ganga til sæta og jafnframt var tilkynnt að veitingar yrðu á borð bornar innan skamms, farþegum og áhöfn að kostnaðarlausu. Ennfremur, að eftir að menn hefðu þegið veitingar yrði kallaður upp einn far- þegi í senn og hann beðinn um að ganga inn um dyr við enda salarins. Eftir mjög ljúffengar veitingar beið ég all lengi eftir að röðin kæmi að mér. Loksins var nafniö mitt kallað upp og ég gekk í átt til dyranna á vit hins óþekkta. Þegar ég kom inn úr dyrunum tók á móti mér einkennis- klæddur maður á miðjum aldri, goðlegur að sjá. „Karl Sveinsson," áréttaði hann í spurnartón. „Jú," svaraði ég. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.