Morgunn - 01.12.1990, Blaðsíða 53
Loftur Kristján Breiðfjörð
ÓVENJULEG FLUGFERÐ
Keflavík - Glasgow - London - Glasgow - Keflavík
Þetta flug byrjaði ósköp venjulega á ósköp venjulegum
mánudagsmorgni. Flugtakið frá Keflavíkurflugvelli kl. 7:00,
eðlilegt og ég taldi byrjaða hjá mér eðlilega og hefðbundna
viðskiptaferð til Lundúna. En það var öðru nær og upphóf-
ust kynlegheit þessi skömmu eftir flugtak frá Glasgow.
Þetta byrjaði þannig að um það bii 13 mínútum eftir flug-
tak kom mikill hnykkur á vélina. Þó ég væri flugvanur, brá
mér allnokkuð. Þegar ég hafði jafnað mig að mestu fór ég
að veita athygli á nokkrum smáatriðum að eitthvað hafði
breyst. Til að mynda fannst mér liturinn á skýjunum an-
kannalegur, heiðhvolfið grænleitt í staðinn fyrir blátt og ef
ég var ekki orðinn vitlaus, þá sýndist mér jafnvel sjálf sólin
vera nær en hún átti að vera. Auk þess var komin ný
flugfreyja í hópinn, sem ég þorði að leggja eið út á að bættist
ekki í hópinn í Glasgow. Og það sem kórónaði allt saman,
fimm farþegar sem voru með þegar vélin fór frá Glasgow
voru horfnir. Já, það var ekkert vafamál að það var eitthvað
að. En hvað? Eitt sinn er þessi nýkomna flugfreyja sveif
framhjá mér, greip ég í handlegginn á henni og sagði: „Heyr
þú mig, góða mín, það er hér sitt lítið af hverju í sambandi
við þessa flugferð sem vekur undrun mína, í fyrst... lengra
komst ég ekki því hún lagði hönd sína undur blítt á öxlina
á mér, brosti töfrandi til mín og sagði hughreystandi: „Ekki
vera svona órólegur, góði minn. Þú ert eini farþeginn sem
hefur orðið var við breytingu og vegna þess má ég upplýsa
þig á þessu stigi málsins um tvennt. í fyrsta lagi, það er rétt
51