Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Blaðsíða 7

Morgunn - 01.12.1990, Blaðsíða 7
MORGUNN RITSTJÓRARABB um þennan möguleika þess sjálfs á sambandi við annan heim og fólk sem það þráir að heyra eða finna eitthvað frá þar. Og það gerum við með námskeiðum og fræðslu ýmis konar sem fram fer af og til allan veturinn. En það er reyndar ekki nóg að fræða og upplýsa um jákvæða möguleika þessara mála. Það þarf líka að vara við. Enginn vegur til fagnaðar og huggunar er svo sléttur að ekki megi þar finna steina og misfellur sem svo auðvelt er að hnjóta um ef aðeins er horft í eina átt og ekki gætt að því sem að okkur kann að sækja á neikvæðum nótum. Og af slíku er vissulega nóg til í veröldinni, á flestum ef ekki öllum sviðum hennar. Ei veldur sá er varar og það verður aldrei nógsamlega brýnt fyrir fólki að feta varlega inn á brautir s.k. dulrænnar skynjunar, fara aldrei á námskeið eða í þjálfun, hvaða nafni sem slíkt er kallað, án hæfilega gagnrýnins hugarfars og gæta þess vel að meðtaka aldrei neitt eða viðurkenna, nema það sem það getur réttlætt fyrir sjálfu sér. Það er afar mikilvægt í þessu sem og öðru því sem við erum að fást við í lífinu en teljum okkur kannski ekki vita nægi- lega mikið um. Og hér kem ég að enn einni greininni í þessu hefti Morg- uns. Hún ber yfirskriftina „Skuggabaldrar" og er eftir Dion Fortune. Hún fjallar um vægast sagt neikvæðan þátt sem getur fylgt óvandaðri og ábyrgðar- lausri meðferð andlegra mála og ótrúlegan hroka og virðingar- leysi gagnvart samferðafólki sínu á vegferð lífsins. Einnig lýsir greinin furðulegu skilningsleysi á eigin þroskaleið og hugsanlegri öflun s.k. karmaskuldar. Því miður erum við ekki laus við svona tilfelli í margvíslegum myndum í heiminum í dag, af- brigðin eru mörg, jafnt í hinum smæstu málum sem sjálfum heimsmálunum. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.