Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Síða 7

Morgunn - 01.12.1990, Síða 7
MORGUNN RITSTJÓRARABB um þennan möguleika þess sjálfs á sambandi við annan heim og fólk sem það þráir að heyra eða finna eitthvað frá þar. Og það gerum við með námskeiðum og fræðslu ýmis konar sem fram fer af og til allan veturinn. En það er reyndar ekki nóg að fræða og upplýsa um jákvæða möguleika þessara mála. Það þarf líka að vara við. Enginn vegur til fagnaðar og huggunar er svo sléttur að ekki megi þar finna steina og misfellur sem svo auðvelt er að hnjóta um ef aðeins er horft í eina átt og ekki gætt að því sem að okkur kann að sækja á neikvæðum nótum. Og af slíku er vissulega nóg til í veröldinni, á flestum ef ekki öllum sviðum hennar. Ei veldur sá er varar og það verður aldrei nógsamlega brýnt fyrir fólki að feta varlega inn á brautir s.k. dulrænnar skynjunar, fara aldrei á námskeið eða í þjálfun, hvaða nafni sem slíkt er kallað, án hæfilega gagnrýnins hugarfars og gæta þess vel að meðtaka aldrei neitt eða viðurkenna, nema það sem það getur réttlætt fyrir sjálfu sér. Það er afar mikilvægt í þessu sem og öðru því sem við erum að fást við í lífinu en teljum okkur kannski ekki vita nægi- lega mikið um. Og hér kem ég að enn einni greininni í þessu hefti Morg- uns. Hún ber yfirskriftina „Skuggabaldrar" og er eftir Dion Fortune. Hún fjallar um vægast sagt neikvæðan þátt sem getur fylgt óvandaðri og ábyrgðar- lausri meðferð andlegra mála og ótrúlegan hroka og virðingar- leysi gagnvart samferðafólki sínu á vegferð lífsins. Einnig lýsir greinin furðulegu skilningsleysi á eigin þroskaleið og hugsanlegri öflun s.k. karmaskuldar. Því miður erum við ekki laus við svona tilfelli í margvíslegum myndum í heiminum í dag, af- brigðin eru mörg, jafnt í hinum smæstu málum sem sjálfum heimsmálunum. 5

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.