Morgunn - 01.12.1990, Blaðsíða 38
SkuRgabaldrar
MORGUNN
Eða einfaldlega elski vald valdsins vegna. Hvernig er að
vera undir áhrifum þessara aðferða og hvaða afleiðingar
kunna þær að hafa fyrir þann'sem fyrir þeim verður.
Mig langar að segja ykkur frá minni eigin reynslu, þó hún
sé sársaukafull, því einhver verður jú að stíga fram og
afhjúpa þessa misnotkun sem aðeins getur blómgast vegna
skilningsleysis á þýðingu þeirra.
Þegar ég var ung stúlka á tvítugsaldri, þá réð ég mig hjá
konu sem ég veit núna að hlýtur að hafa haft verulega
þekkingu á dulspeki en hennar hafði hún aflað sér með
langri dvöl á Indlandi og þessa þekkingu notaði hún til þess
að sá fræjum sem ég gat engan veginn varast á þeim tíma
en í Ijósi síðari vitneskju rninnar hef farið að skilja. Það var
venja hennar að stjórna starfsliði sínu með þekkingu sinni
á hugarafli og árangur hennar var verulegur í því að ná
fram undarlegum andlegum niðurbrotum á meðal starfs-
fólksins.
Eg hafði ekki verið lengi hjá henni þegar hún óskaði eftir
því að ég bæri vitni í dómsmáli. Hún var ákaflega skapmikil
kona og hafði sagt upp starfsmanni fyrirvaralaust og án
þess að greiða honum laun og hann stefndi henni því vegna
vangoldinna greiðslna. Hún vildi að ég vitnaði urn það að
hegðun hans hefði verið slík að ómögulegt hefði verið
annað en að segja honum upp starfinu. Aðferð hennar við
að byggja upp vitnisburð minn var sú að horfa í augu mér
með einbeittu augnaráði og segja: „Þetta og þetta átti sér
stað." Til allrar hamingju fyrir alla aðila, þá hafði ég haldið
dagbók og hafði því skýrslu dag frá degi um framrás at-
burða. Ef ég hefði ekki haft hana, þá veit ég ekki hver staða
mín hefði orðið. Þegar úrtakinu lauk var ég dösuð og úr-
vinda, fór beint upp í rúm, lagðist þar fyrir í öllum fötunum
og svaf djúpum magnvana svefni til næsta morguns. Eg
hygg að ég hafi sofið í um 15 klst.
Fljótlega eftir að þetta átti sér stað vildi hún aftur að ég
bæri vitni. Hún vildi losna við það sem ég vissi nú þegar og
reyndi að finna réttlætingu fyrir þeim gerðum sínum. Hún
endurtók fyrri aðferðir sínar en að þessu sinni hafði ég enga
dagbók að styðjast við og mér til mikillar skapraunar stóð
36