Morgunn - 01.12.1991, Side 15
MORGUNN
Líkamningar á nýlegum miðilsfundi
„í þeim tilfellum vorum við staðsettir í öðrum enda
herbergisins, hinum megin voru gestirnir, þar sem rauða
ljósið hékk á veggnum yfir þeim. Þegar fyrirkomulagið
var með þessum hætti þá gengu líkamningarnir framhjá
mér og inn í miðju herbergisins og sá ég þá eins og
skuggamyndir gagnvart ljósinu. Þeir voru vanalega
klæddir skykkjum úr útfrymi. Þær voru hálfgegnsæjar
og ég gat greinilega séð nakta líkamsmynd karla,
kvenna og barna, hárra, lágra, þybbinna, magurra .... öll
ólík hverju öðru".
„Vinir spurðu oft að því hvers vegna þau vildu koma
nakin. Við því átti ég aðeins eitt svar: Ja, við mundum
nú ekki beinlínis ætlast til þess af þeim að birtast í
formlegum kvöldklæðnaði".
Aður en hann flutti frá kirkju Woods og til annarrar
borgar þá hélt miðillinn síðasta fundinn fyrir þau.
I stað þessara föstu 10-15 gesta sem búist var við, þá
komu um 40, augljóslega of margir fyrir fundar-
herbergið. Nokkrir menn fóru inn í það, dreifðu bekkj-
unum um herbergið og settu skiptiklefann upp í miðju
þess, sem var frekar slæm staðsetning gagnvart rauða
ljósinu.
Eftir bæn og smá söng þá reis útfrymisský frá efsta
hluta kefans, varð stærra og stærra, uns það mótaðist í
efri hluta líkama sem hélt áfram að stækka, þar til
höfuðið náði upp undir loftið, sem var í 20 feta hæð og
teygði veran handleggina á milli veggja herbergisins.
Eftir u.þ.b. eina mínútu dróst hún saman og hvarf aftur
iun í efsta hluta klefans.
Eftir þetta birtust a.m.k. 20 líkamningar og sumir
þeirra settust hjá ástvini sínum og spjölluðu stutta
stund.
Wood kvaðst einnig hafa séð þarna skyggnilýsingar,
transmyndun og spjaldaskrift. Hann lýsir miðlinum sem
þeim fjölhæfasta og yndislegasta sem hann hefur hitt.
Hann hafnar þeirri skoðun að fyrirbæramiðlun sé
horfin og ekki lengur nauðsynleg. Hann segir að út frá
13