Morgunn - 01.12.1991, Page 17
RADDIR AÐ HANDAN
á áhrifamiklum tilraunafundi í maí 1991
Raddir að handan heyrðust „hátt og skýrt" á ein-
stökum líkamninga tilraunafundi. Á þessum fundi sem
haldinn var í tilraunaskyni, lyftust lúðrar sem notaðir
eru til að magna raddir, og bjöllutromma hringlaði í
loftinu.
Miðillinn var kyrfilega bundinn á höndum og fótum
v'ð stól áður en fundurinn hófst, en hann var haldinn
að viðstöddum 95 áhorfendum.
George Cranley, talsmaður NAS-félagsins (Noah's Ark
Society), sagði frá því nýlega hvernig fólk hefði orðið
vitni að s.k. beinum röddum á fyrsta opna fundinum
sem félagið hélt í maímánuði s.l. Fundurinn var haldinn
á Park International hótelinu í Leicester í Englandi.
NAS félagsskapurinn, sem var stofnaður til þess að
stuðla að rannsóknum og öruggri þjálfun á fyrirbæra-
wiðlun með því að hvetja og hjálpa til við starfsemi
hringa og miðla sem stefna að slíkri þjálfun.
Eftir aðeins eins árs starfsemi er meðlimafjöldi þess
°rðinn 103 einstaklingar.
Hápunktur fyrrgreinds fundar var tilraunaseta til
rnyndunar efnislegra fyrirbæra.
Miðillinn var 29 ára gamall karlmaður, en nafn hans
hefur ekki verið gert opinbert af persónulegum
^stæðum. Til aðgreiningar var hann kallaður Lincoln
mnan hringsins. Hann situr vanalega með einka heima-
hring. Þrír meðlimir hans voru viðstaddir þetta kvöld.
Hann er á fyrstu stigum þjálfunar sinnar.
15