Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Side 32

Morgunn - 01.12.1991, Side 32
Nýr heimur er að fæðast MORGUNN Höldum okkur við orku andans og tökum leiðsögn til að framkvæma það sem best er fyrir framtíðar velferð mannkynsins og heimsins. Erum við að hlaupast frá spíritismanum vegna skoðana fjöldans, eins og kristnin gerði með því að verða of bókstafstrúar og kirkjuleg aftur ? Umlykjum okkur með sönnum anda spíritismans og blásum þannig nýju lífi í hann til að halda áfram því starfi sem okkar bíður í dag, þ.e. að leiða heiminn aftur til eins Guðs, anda. Það er eini kosturinn ef heimurinn á ekki að enda í upplausn. Spíritistum hefur einu sinni enn verið sýnt annað líf og stærri hlutir sem eru nákvæmlega það sama sem kennt var fyrir þúsundum ára af dulspekingum, spá- mönnum, sjáendum og miðlum. Það er hlutverk okkar að upplýsa mannkynið um hinn andlega sannleika sem hefur verið vanræktur um aldaraðir. Út úr ringlulreið og þjáningu sem varð til vegna fákænsku, græðgi og hjátrúar, er að fæðast nýr heimur. Við skulum heita því hér um þessa helgi, að við uppfyllum hlutverk okkar í vitneskju um að við höfum verið kölluð til þjónustu og biðja þess að sérhverju okkar verði gefinn styrkur til að inna af hendi það starf sem okkur hefur verið úthlutað. Gæti nokkurn tíma gefist betra tækifæri fyrir spíritista til þess að sýna skilning sinn á málefnum andans en í því ástandi sem ríkir í heiminum í dag ? Þeim sem aðeins lifa á yfirborði hlutanna getur ekki verið ætlað að nota annað en efnislegar aðferðir til þess að fást við alþjóðlega spennu. Spíritistar vita að allir menn eru bræður og börn sama kærleiksríka andans, að allar mannlegar verur eru sérstakar sálir sem berjast við að tjá þann guðdóm sem hulinn er innra með sérhverri þeirra. Þeir vita að besta þjónusta sem nokkur getur veitt 30

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.