Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Page 35

Morgunn - 01.12.1991, Page 35
BRÉF TIL MORGUNS Reykjavík 12. júní 1991, A árinu 1955 gaf Hallgrímur Jónsson út bókina ÞJÓNUSTA ENGLANNA: Höfundur: Joy Snell, Þýðendur: Einar H. Kvaran og séra Kristinn Daníelsson, Prentun: Prentsmiðjan Hólar hf. Jón Auðuns fylgdi bókinni úr hlaði og segir m.a.: „Á einni af ferðum sínum til Englands kynntist prófessor Haraldur Níelsson Joy Snell persónulega og varð mjög snortinn af henni sem óvenjulega göfugri mannssál. Og svo fór öðrum". Einn af leiðtogum spíritista á Englandi sagði um Joy Snell: „Henni gleymir enginn sem þekkti hana. Hún var ein af englunum sjálf'. I eftirmála segir Hallgrímur Jónsson m.a.: „Tímaritið Morgunn birti efni þessarar bókar á árunum 1935 til 1939. Komu nokkrir kaflar út í hverju hefti". Einnig: //Ekki voru tök á að gefa bókina út, árum saman. Nú hef ég loks látið prenta kaflana. Vænti ég, að bókin verði mörgum kærkomin". Bókin mun vera ófáanleg. Eg hef áður minnst á nauðsyn þess að rifja upp fyrir nýjum lesendum MORGUNS nokkrar perlur úr eldri árgöngum hans. í framhaldi af því datt mér í hug að biðja yður, hr. ritstjóri, að birta nokkra kafla úr þessari 33

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.