Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Page 37

Morgunn - 01.12.1991, Page 37
Ruth White: AÐ TELJA ANDARDRÆTTINA Nú er kominn tími fyrir hóphugleiðslu í okkar árlegu hvíldarviku. Ég er sest niður mitt í hópi alls þessa fólks svo öruggt sé að ég freistist ekki til þess að vera sífellt mjaka mér til. Ég er að koma mér fyrir í þessum þægilega stól. Ég loka augunum og velti höfðinu, fyrst á þessa hlið, síðan hina. , Brak, brak. hetta er í hálsinum á mér. Eg er á leið inn í sjálfa mig. Eg er að hreinsa hugann. Fara inn á við ........... Friður og samræmi. Friður og samræmi. Fiður og alnæmi ? Nei. Teldu andardrættina. Einn, tveir, þrír, fjórir ... mig klæjar ekki. Fimm, ..... klæjar ekki undir vinstra hnénu. Sjö ...... ef eg klóra mér þá verð ég aö lyfta fætinum og það mun 'skra í stólnum. Nei, ég þarf ekki að klóra. Níu, tíu ..... hvað varð um átta ? Æ, já, ég verð að klóra mér. Bískur .. ííískur ... aðeins neðar. Svona já, þetta var g°tt. Einbeittu þér. Æfðu fyrirgefningu. Ég fyrirgef öllum, mér líka. Við erum öll saklaus. Já, ég fyrirgef henni og honum og ........ Einhversstaðar í fjarlægð heyri ég í píanói og einhver er að gera raddæfingar. Það minnir mig á að fara á songæfingu hjá hr. Spring. Manstu eftir hr. Spring ? Já, hann er sá sem sagði mér að „ég hefði gott tóneyra. 35

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.