Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Side 41

Morgunn - 01.12.1991, Side 41
morgunn Tjald tímans hljóðnað, ég gat t.d. ekki heyrt nokkurt hljóð berast frá mannþrönginni sem var á ströndinni rétt fyrir neðan klettastíginn sem við vorum að ganga eftir. Eitthvað annað var líka orðið öðruvísi en ég gat ekki gert mér grein fyrir hvað það var. Þegar við gengum fyrir bugðu á stígnum þá varð mér litið í kringum mig og tók þá eftir, mér til nokkurrar undrunar, að minnismerki sem við gengum vanaiega framhjá, var komið hátt upp í hlíðina fyrir ofan okkur. Eg sagði eitthvað um þetta við eiginmann minn og velti því fyrir mér hvernig við hefðum getað lent á öðrum stíg þar sem ég hafði aldrei tekið eftir slíkum þarna. Við héldum þögul áfram leið okkar og þegar við komum nokkuð lengra eftir stígnum þá tók ég eftir að ekki var allt eins og það átti að vera. Ég sá að komin var röð af dyrum í burknana sem uxu á klettunum, þær minntu mig á þessar snúningshurðir sem maður stundum sér. Við stönsuðum þegar við komum á móts við þessar dyr - kannski hefðum við átt að ganga í gegnum þær en viö vorum bæði orðin áfjáð í að komast aftur í venjulegt umhverfi svo að við héldum áfram framhjá þeim. Við gengum fyrir síðustu bugðuna á stígnum og sáum Polperro þorpið framundan. Við fyrstu sýn virtist allt vera eðlilegt nema hvað gatan var óvenjulega auö miðað við að það var laugar- dagur að sumri, í raun virtist bara alls ekki neinn vera á ferli. Rétt fyrir ofan höfnina er hellir og við gátum greinilega séð að inni í honum logaði eldur og í kringum hann virtust standa verur, klæddar sem víkingahermenn. Á þessu andartaki voru einu hljóöin sem við heyrðum þau sem bárust frá sjónum og mávunum. Við gengum rakleiðis þangað sem stígurinn endaði °g er við stóðum þar og horföum niður til þorpsins þá har fyrir okkur undarlega sýn. Sumt af fólkinu var í ýútíma klæðnaði á meðan hinn hluti þess var klæddur 1 föt frá fyrri öldum, svo að í þorpinu virtist vera fólk 39

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.