Morgunn - 01.12.1991, Page 42
Tjald tímans
MORGUNN
úr bæði nútíð og fortíð. Einnig var það einkennilegt að
þrátt fyrir að þorpið virtist vera fullt af fólki og það
væri svo nálægt okkur sem raun bar vitni, þá heyrðust
samt engin önnur hljóð en þau frá sjónum og máv-
unum.
Ég veit ekki hve lengi við stóðum þarna stjörf yfir
því að vera „draugar" á okkar eigin tíma. Ein mann-
eskja eða tvær fóru framhjá okkur í seilingarfjarlægð en
virtust samt ekki hafa hugmynd um nærveru okkar. En
svo smám saman, tóku hin hversdagslegu hljóð eins og
hróp, fjarlægur umferðarniður, flugvélahljóð, o.sv.frv. að
berast eyrum okkar og þegar við loks gengum í
gegnum þorpið þá virtist allt orðið eðlilegt aftur.
Það var ekki fyrr en seinna að við hjónin bárum
saman reynslu okkar og gerðum okkur grein fyrir að
við hefðum bæði séð það sama og heyrt sömu hljóðin.
Hvorugt okkar hafði hjndið til ótta við það sem gerst
hafði, heldur vorum við einungis undrandi. Við eyddum
næstu þrem dögum í það að reyna að finna þennan
sérstaka klettastíg okkar án árangurs þá og aldrei síðan
hefur okkur tekist það.
Við höfum oft rætt þessa reynslu okkar í sumarfríinu
og velt henni fyrir okkur, t.d. því hvað hefði skeð ef
við hefðum reynt að ganga í gegnum einhverja af
dyrunum á klettinum. Vorum við komin inn í annað
tímaskeið ? Hrökk „hinn staöurinn” um stundarsakir inn
í okkar eigin tíma ?
Við munum aldrei komast að því þó ég leyfi mér þau
forréttindi að ætla að af einhverjum ástæðum hafi okkur
verið leyft að gægjast rétt sem snöggvast undir þetta
einkennilega tjald sem hylur tímann.
Injð.: C.fí.
40