Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Page 47

Morgunn - 01.12.1991, Page 47
morgunn Siðgæði í Búddhisma hefir mikla sálfræðilega kosti. Sá sem undirgengst þessi Heiti er ekki settur í þá stöðu að hann þurfi að óttast að hann kunni að brjóta þau í einhverju einhvern tímann (sem búast má við að hann hljóti að gera í einhverjum mæli). Svo dæmi sé tekið er þetta fremur sama aðferðin og sú sem AA-samtökin beita - ekki aðferð Góðtemplarareglunnar. Það liggur ennfremur í loftinu að um langtíma verkefni er að ræða. Það er þegar í stað hægt að stíga fyrsta skrefið. En jafnframt er stöðugt hægt að gera betur og betur. /,Boðorð" eru venjulega tíu að tölu. En búddhistar komast af með fimm (þó er þeim stundum fjölgað í 8 eða jafnvel 10). Fimm og tíu vísa til handanna - það sem maður gerir eða gerir ekki - og þess vegna til hegðunar. „Grundvallað á höndunum tveimur, táknar talan tíu fullkomleika og - þar sem tíu felur allar aðrar tölur í sér - tæmir jafnframt alla möguleika." (J.C. Cooper: „SYMBOLISM"). Lög og boðorð eru því jafnan sett fram í 10 (5) greinum. Heitin fimm. Nokkur munur er á því hvernig Heitin eru þýdd - einkum það þriðja, en þau eru þessi: f- Eg játast þeirri reglu að leitast við að skaöa enga //kvika" veru. . / 2- Eg játast þeirri reglu að leitast viö aö leggja ekki hald á nokkuð það sem ekki er boðið fram (heimilt, gefið, veitt). 3- Ég játast þeirri reglu að leitast við að misbjóða ekki skilningarvitunum (varast nautnir). 45

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.