Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Side 53

Morgunn - 01.12.1991, Side 53
morgunn Siðgæði í Búddhisma eða Ásatrúarinnar. Hinsvegar er það aöferö t.d. gyðing- dómsins að leggja fyrir menn nákvæma skrá yfir það sem MÁ og EKKI MÁ. Aðferö Lögmálsins. Þessi síðari aðferð skiptir og mönnum í tvennt: þá sem uppfylla lögmálið og hina sem ekki gera það - sauðina og hafrana, synduga og syndlausa. En slík tvískipting á sér ekki rótfestu í veruleikanum. Síðan leiðir af þessu upphafning hins „syndlausa": Guð þakka þér að ég skuli ekki vera eins og hinir. Það var ekki síst gegn slíku sem Kristur reis. Hann upphóf syndarann en uiðurlægði lögmálsþrælinn. Tillit til annarra (fyrsta Heitið) leiðir eðlilega til 2. Heitisins (virðingu á eigum annarra), þar eð eignir eru hluti persónu þeirra. í kerfinu birtist rökrétt samhengi. Yogarnir settu fram sérstakt heiti eða boðorð þess efnis að safna ekki, láta græðgina ekki ná valdi á sér. Það felst þó raunverulega í þessu öðru Heiti búddhistanna, en samt full ástæða til að taka þetta sérstaklega fram, gefa því aukið vægi. Okostir söfnunar ástríöunnar eru þeir fjötrar sem þeir leggja á menn. En þótt það tilheyri ekki Heitunum fimm, þá lögðu Búddhistar áherslu á dyggð (sem þeir kölluðu „DÁNA") sem er andstæð því að safna og orðaðist þannig: gefðu, gefðu, gefðu. Nú er siðferðið orðið „jákvætt" eða hvetjandi, en ekki „nei- kvætt" eða letjandi (að varast þetta eða hitt). En kristnir hafa upphafið sitt siðgæði sem hvetjandi ("jákvætt”), en alasað austrænum fyrir að boða letjandi eða „neikvætt" siðgæði - að nokkru leyti með réttu, a.m.k. að því er framkvæmdina varðar. Einkenni þeirra tíma sem við lifum á er sú áhersla sem lögð er á það að eignast og safna. Sá er mestur (í Himnaríki ?) sem mestu hefir safnað. Þá er áherslan EKKI á því sem maður er, heldur á hinu sem maðurinn a eða hefir. Græðgin er upphafin. Afleiðingin sam- keppni, barátta, árekstrar, óvild, harka og stríð. Utávið miðar annaö Heitið að friði í samfélaginu, þar eð keppni eftir efnislegum gæðum er helsti ásteytingar- 51

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.