Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Page 56

Morgunn - 01.12.1991, Page 56
Siðgæði í Búddhisma MORGUNN „we are punished by our sins, not for them". (Okkur er refsað AF syndunum, ekki VEGNA þeirra). Gerðir manna eru aðeins heppilegar eða óheppilegar, hafa góðar eða slæmar afleiðingar í för með sér. Hug- takið sem notað er í frummálinu er „kusala" eða „akusala" og er þýtt á ensku sem „wholesome" eða „unwholesome". hað er allt og sumt. Synd eða erfða- synd er þá ekkert alvarlegra en þaö að fæðast með óuppgert „karma". Bak við áherslu kristninnar á synd- inni liggur sókn hennar í vald. Það er ekki mögulegt að skilgreins trúarbrögð nema hugtakið „vald" komi inn í þá skilgreiningu. En Búddhisminn afnam allt vald (viðurkenndi ekkert vald) - sama gerði Krishnamurti. Enn kemur mér okkar gamla Asatrú upp í hugann. Hún boðaði heldur ekki vald goðanna eða annarra: Abyrgðin var einstaklingsins. Abyrgðin er einfaldlega þín. bað er meira en tímabært að heiðnin sé metin að verðleikum. Hindúar eða Indverjar stunduðu (og stunda enn) meinlæti - ekki síst á dögum Búddha. Upphaf búddh- ismans var einmitt það að Búddha sneri baki viö öllu meinlæti. Þess í staö boðaöi hann HÓFSEMI. Það er kallaður MEÐALVEGURINN - meðalhófið. „Það sem ég boða er meðalhófiö", sagði Búddha iöulega. Einar öfgarnar framkalla nefnilega aðrar gagnstæðar öfgar. Það er einfalt eðlisfræðilegt lögmál að verki: því fastar sem þú kastar bolta í vegg þeim mun sterkara verður frákastiö. Þetta lögmál gildir ekki síöur á hinu andlega og siðræna sviði en hinu efnislega. jú, hindúar stunduðu meinlæti (og Yoga upphófst raunar sem meinlætastefna), en af nokkuð annarri ástæðu en hinir kristnu. Meinlætið skyldi styrkja viljann og sterkur vilji skyldi gefa vald. Enn og aftur: Búddha viðurkenndi ekkert vald. I sess valda setti hann VISKU. Valið er þitt. Búddha boðaði því hófsemi hvað nautnir varöar og okkur þætti sú hófsemi all ströng - kannski úr hófi 54

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.