Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Side 58

Morgunn - 01.12.1991, Side 58
Siðgæði í Búddhisma MORGUNN skynfærunum. Undir vissum kringumstæðum - og AÐEINS undir vissum kringumstæðum - táknar 3ja heitið skírlífi ("munkarnir", tunglfylling). En spurningin um synd eða dyggð kemur ekki til álita. Onnur hlið er einnig á 3ja Heitinu. Það er stundum túlkað svo að maður eigi að varast þaö sem á ensku er þýtt með „sexual misconduct". Þá er um það að ræða að hinum aðilanum sé ekki misboöið, mótaðilinn sé ekki brúkaöur sem tæki eða leiö að nautnalífi annars aðilans. Þetta er andmæli gegn niöurlægingu annars (vændi) og svo fr.v. Félagslegar flækjur (t.d. framhjáhald) koma hér einnig inn í myndina. Það er því ýmislegt sem ber að skoða og kemur til álita. Hin kynferöislega nautn er einnig aðeins ein tegund nautnar ("kama"). Allt það sem Móse hafði um þetta að segja var að banna „hórdóm". Þriðja Heitið snýst ekki síst um uppreisn konunnar í búddhisma. (Með „uppreisn" á ég við bókstaflega merkingu orðsins, en ekki við beitingu ofbeldis). Konum skyldi ekki misboðið. En samkvænit Móse-lögum fólst tilsvarandi boðorð fyrst og fremst í því að grýta „ber- syndugar" konur (og er enn í dag í löndum múslima). Einnig gegn því reis Kristur: „Sá sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum". Þetta leiðir hugann að siðfræði Immanúels Kants - sem flestir hafa taliö fremsta heimspeking Vesturlanda: „Komið skuli þannig fram við hverja mannveru sem hún sé markmið í sjálfri sér, aldrei sem tæki annars til að ná sínum einka markmiðum". 4. Varast illt tal. 1) Samsvarandi boðorð er að segja ekki ósatt. En hvað fellur undir „illt tal" ? "Illt” getum við einnig túlkað sem óheppilegt ("skusala"). Það má greina í fimm þætti: 56

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.