Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Page 60

Morgunn - 01.12.1991, Page 60
Siðgæði í Búddhisma MORGUNN Gagnrýni mætti fremur vera almenn en persónuleg. 4) Æsital hverskonar, tal sem spillir friði, tal sem ekki er mannbætandi. Þetta gæti einnig fallið undir 3ja Heitið: misbrúkun skilningarvitanna (heyrnarinnar í þessu tilfelli). Æsifréttir eru aðalefni sumra dagblaða og tímarita. Æsiefni er aðal skemmtiefni (ef það má kallast svo) skemmtanaiðnaðar og sjónvarps. Eftirsókn í hneykslissögur og æsiefni er veikleiki hins vanþróaða huga. Einskonar hugrænt ávanalyf. 5) Allt óþarft tal og stöðug framleiðsla á léttmeti. í besta falli er það tímasóun. Og það stuðlar að lágkúru. Gerir einstaklinginn háðan því að vera stöðugt mataður. Slævir uppbyggjandi hugsun. Það er ekki rétt að slíkt sé „meinlaust". Það sem ekki er uppbyggilegt, er að öllum jafnaði að einhverju leyti skaðlegt í meira eða minna mæli. Afþreyingar- og skemmtiefni fjölmiðlanna sem svo er nefnt, flokkast venjulega undir fjórða flokkinn. Algengast er að innihaldið fjalli um ofbeldi eða klám - í besta falli einhverja fásinnu. 5. Sneiða hjá áfengum drykkjum og hverskonar vímugjöfum. Múhameð bannaði áfengi. Kannski hefir hann kynnst skaðlegri áfengisnotkun á verslunarferöum sínum. Sennilega hefir hann ekki þekkt til annarra vímugjafa. Fylgjendur hans sneru sér því að hassneyslu. Uppskáru hugleti og sljóleika, sem að öllum hkum gat breyst í æði. „Assassin" (a secret murderer) og sögnin „to assassinate" er komið úr arabísku „hashashin" og merkir hassneytandi. Múhameð sá ekki nógu langt fram - þrátt fyrir allar sínar „vitranir" og þrátt fyrir að Allah væri með honum. 58

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.