Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Side 62

Morgunn - 01.12.1991, Side 62
Siðgæði í Búddhisma MORGUNN huganum vakandi og skýrum - hugrækt er leiðin. Fátt fer ver saman en hugrækt og áfengisneysla. 2) Stjórn viljans slaknar og þar með siðgæðisvitund neytandans. Maður undir áhrifum er því líklegur til ýmsilegs þess sem hann myndi aldrei henda ódrukkinn. Það er því viðbúið að hann brjóti hin Heitin fjögur í framhaldinu. 3) Hin vanabindandi áhrif áfengis og annarra vímugjafa. Vanabindingin gengur þvert á það frelsi eða óhæði einstaklingsins sem að er stefnt. Jafnframt því sem einstaklingurinn heimtar sífellt meira frelsi frá umhverfi sínu, takmarkar hann sjálfur stöðugt meira og meira frelsi sitt hið innra. Aldrei fyrr hefir verið meiri þörf fyrir fimmta Heitið en einmitt nú. Lýkur þar með að fjalla um Heitin fimm. Heitin fimm eru það sem kallað hefur verið „nei- kvætt" siðgæði. „Neikvætt" er aðeins í merkingunni óvirkt (passíft) - það sem ekki „má", það sem ber að varast. Ef þetta er gagnrýnt, þá er því svarað þannig að upphafið hljóti að vera það að uppræta versta illgresið - ræktunin geti svo og eigi að koma í framhaldinu. En það er aðeins fyrsta skrefið sem er „neikvætt". Fram- haldið af því að skaða ekki, hlýtur að vera að vernda. Sá sem sneiðir hjá „vondu" tali (í víðustu merkingu eins og um hefir verið fjallað) á ekki kost á öðru en „góðu" tali. Og þannig er hægt að halda áfram. En í búddhisma er einig því til að dreifa sem nefnt er „jákvætt" siðgæði. bað nefnist „Brahma-Vihara" sem merkir „guðlegar vistarverur" og greinist í fernt: 60

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.