Morgunn - 01.12.1991, Síða 63
MORGUNN
Siðgæði í Búddhisma
„Metta": ást, kærleikur,
„Karuna": samúð,
„Mudita": gleði vegna velgengni annarra, hluttekning,
„Upekkha”: jafnaðargeð, stöðugleiki, óhæði.
(Sjá bókina „SAMRÆÐUR UM KENNINGU BÚDDHA,
bls. 93).
„Metta" er hið sama og hinn kristni kærleikur.
„Karuna", þá er lögð meiri áhersla á samúð (með-
aumkun) en kærleika. Það sé öfugsnúið að „elska"
kakkalakka eða moskítóflugu, en það sé hægt að hafa
meðaumkun með slíkum fyrirbærum. Það sé heldur ekki
mjög raunhæf krafa að „elska" óvin sinn. Hætt sé viö
að maður þykist elska hann, en geri það ekki í raun og
veru. Stofnað sé því til klofnings í sálarlífinu og jafn-
framt sjálfsásökunar. Það sé raunhæfara að hafa samúð
með honum vegna hans lága stands.
„Mudita" er mjög athyglisverð. Það er mjög hátt
stefnumið. Það er auðvelt að kenna í brjósti um náung-
ann þegar hann á bágt. Það er hinsvegar örðugt að
kenna ekki til öfundar þegar honum gengur betur en
þér. Hugurinn er lævís. Hann vill fyrir alla muni ekki
sleppa upphefðinni. Hann er eins og fjallafála í eftirleit:
leitar allra bragða til að sleppa. í þessu efni gildir eitt
framar öllu ööru: blekkja ekki sjálfan sig, þykjast (fyrst
og fremst í eigin augum) ekki betri en maður raunveru-
lega er. Horfirðu raunverulega ekki öfundaraugum á
velgengni náungans - a.m.k. ef hann er keppinautur
þinn ? Ekki að þykjast „góður". Þetta er afstaða for-
eldris gagnvart barni sínu: það gleðst þegar barninu
gengur betur í lífinu en því sjálfu gekk.
"Mudita" er þá að samsama sig öllum hinum. Eins og
Kínverjinn sagði þegar hann var skammaður fyrir að
ganga buxnalaus: ,, Umhverfið (alheimurinn) það eru
mínar eigin buxur".
61