Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Side 64

Morgunn - 01.12.1991, Side 64
Siðgæði í Búddhisma MORGUNN „Metta", „Karuna" og „Mudita" snúa einkum að öðrum en manni sjálfum. „upekkha" snýr athyglinni aftur að manni sjálfum. Það er það viðhorf að allt sé þetta leiksýning, það sé engin alvara í öllu saman. Það sem gildi sé að leika hlutverkið sem manni hefir verið úthlutað af leikstjóranum. Hindúar kalla þetta „Lila" - eða „cosmískt" leikrit. Heimsbirtingin sé í besta falli einskonar „generalprufa". Þú getir því verið rólegur, bara reynt að leika þitt hlutverk til enda. Þá er loks „Dana" - sem áður var á minnst. „Dana" felst einfaldlega í því að gefa og halda áfram að gefa. Maður eignist aðeins það sem maður gefur. Og athöfnin að gefa gerir gefandann frjálsan og óháðan. Þannig öðlast hann „upekkha" eða óhæði. „Dana" ætti heima í hinum „guðlegu vistarverum". Það væri þá fimmta vistarveran og mætti koma fyrst í röðinni. En sennilega hefir hugmyndin um „Dana" verið sett fram eftir að vistarverurnar fjórar voru bókfestar. Boðorðsígildin eða Heitin yrðu þá tíu talsins, fimm „neikvæð" og fimm „jákvæð". Það er ekki samboðið mönnum tuttugustu aldar - tímum alþjóðahyggju - að vera að metast á, hvað þá að vera annað hvort með eða á móti - eins og um knattspyrnulið væri að ræða. Ég er þá að tala um vestræn og austræn hugmynda- kerfi. Enda þótt kristnindómurinn sjálfur sé ekkert annað en austrænn kokkteill (+ nokkuð af grískri heimsspeki gegnum Pál postula og kirkjufeður) sjá sumir guðfræðingar rautt þegar Austurlönd eru nefnd. Ættu slíkir betur heima á sextándu eða sautjándu öldinni. Gagnrýni kristinna á austrænni siðfræði beinist einkum að því að hún sé óvirk ("passíf" eða „neikvæð”). Hinn kristni kærleikur sé hinsvegar virkur. Þessi gagnrýni á við nokkur rök að styðjast - þó ekki ýkja mikil. 62

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.