Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Side 67

Morgunn - 01.12.1991, Side 67
MORGUNN Siðgæöi í Búddliisma að fylgja fyrirmynd miskunnsama Samverjans, knúði menn til að auðsýna VIRKAN kærleika. En þessu fylgdu aðrir ókostir. Búddha og Kristur - þeir fóru hvor sína „mínusleiðina" því annars var ekki kostur. Annars voru þeir hjartanlega sammála. Munurinn er einkum sá að búddhisminn er meira „útfærður" en kenningar Krists samkvæmt Guðspjöllunum. Hinn kristni „virki" kærleikur (eða útfærsla hans öllu heldur) hefir talsvert verið gagnrýndur af búddhískum fræðimönnum - og með veigamiklum rökum. Kærleiks- verkin réttlæta þann sem vinnur þau. bau setja hann í spor „réttláta" fariseans. bað er heldur ekki alltaf spurt hvað sé þiggjandanum fyrir bestu. Meira máli skipti að friða samviskuna. Þarna hefir fjallafálan líka sína undankomuleið. betta er þegar orðið all langt mál. Kona nokkur sem misst hafði frumburð sinn er sögð hafa eitt sinn komið til Búddha. Hún bar sig illa, var óhuggandi og bað Búddha ásjár. Búddha kvaðst geta líknað henni en með einu skilyrði: Hún yröi aö færa sér þó ekki væri nema eitt korn úr búi fölskyldu sem aldrei hefði kynnst sorginni. Og konan fór að leita. Er skemmst frá því að segja að leitin bar engan árangur: slík fjölskylda fyrir- fannst ekki á öllu Indlandi. En þegar leitinni var lokið var og sorg konunnar gleymd. 65

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.