Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Page 68

Morgunn - 01.12.1991, Page 68
Aurora Albinsdotter: LEIÐIN TIL BAKA í ljósi framtíðarinnar Ég er ský sem rís við sjóndeildarhringinn og svífur hljóðlega til hæða og hverfur þar hægt - þokusveipur - í tárum sný ég aftur til hafsins sem ég nýlega speglaðist í. í tárum mun ég læra kærleik viskunnar. í saltbeisku vatni sársaukans mun sál mín hreinsast. Hvernig sem við lítum á sársaukann þá komumst við ekki undan honum né frá því að hann tilheyri sjálfri tilveru okkar hér á jörðinni. Sjálf innganga okkar í þetta líf er sársaukafull. En að trúa því að Guð, sem er kærleikur, vilji hafa sársaukann, hlýtur að vera rangt. Guð GETUR alls ekki birst þannig. En að við séum sjálf orsök þrauta okkar, á því er ekki nokkur vafi. Nú vaknar ein spurning. Hvernig má það vera að við hér á Vesturlöndum viðurkennum líkamlegan þroska en stöndum á gati gagnvart hugsuninni um andlegan þroska, sem vissulega á sér stað, stig af stigi. begar manneskja verður til þá yfirgefur sál andlega heiminn og birtist í jarðneskum efnisheimi. Þegar manneskja deyr þá yfirgefur sál þetta grófa efni og fæðist í fíngerðara efni. 66

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.