Morgunn


Morgunn - 01.06.1995, Blaðsíða 15

Morgunn - 01.06.1995, Blaðsíða 15
MORGUNN gegnir kirkjan afar mikilvægu menningarhlutverki og er löngu orðin ómissandi þjónustustofnun. Hitt meginhlutverkið er miðlun og boðun kristinnar trúar fyrir þá sem kjósa að leita sér andlegs þroska eftir brautum kirkjunnar. Vafalaust telja margir þetta vera höfuðhlutverk kirkjunnar. í reynd hefur það fallið í skuggann af menningar- hlutverkinu sem er orðið svo fyrirferðarmikið að margir telja að kirkjulegar athafnir séu orðnar lítið annað en veraldlegir viðburðir. Ég held að þetta sé laukrétt og að kirkjan sé fyrst og fremst veraldleg menningarstofnun, að mestu hætt hinu trúar- lega miðlunarstarfi sem felst ævinlega í því að kynda undir kristinni dulúð, en undir hana fellur allt það í kristni sem stuðl- ar beinlínis að sameiningu sálarinnar við guðdóminn. Ef krist- in kirkja er fyrst og fremst veraldleg menningarstofnun, vakn- ar sú spurning hvort ekki eigi að ganga skrefið til fulls og ^g&ja af alla tilburði til að viðhalda hinni kristnu dulúð. Ég tel að slíkt væri misráðið af tveimur ástæðum. Önnur er sú að einn helsti þátturinn í menningarviðleitni kirkjunnar á rætur í dulúð; hér á ég við tónlistina og sönginn sem ber uppi flestar kirkjulegar athafnir. Hin ástæðan er sú að fólk þráir dulúð og þarfnast hennar jafnvel til að ná fótfestu í lífinu. Vera má að ein helsta ástæðan fyrir því að alls konar hjátrú og hind- urvitni af dulhyggjuætt hafa náð mikilli útbreiðslu hér á landi og víðar sé sú að kirkjan hefur vanrækt þennan höfuðþátt krist- indómsins. Ég tel því brýnt að fundnar verði nýjar leiðir til að gera fólki kleift að gerast virkir þátttakendur í kristinni dul. Til að slíkt megi verða þarf kirkjan að hvetja til þess að stofnuð verði innan vébanda hennar „frjáls trúfélög" eða reglur þar sem meðlimir taka sameiginlega þátt í trúarathöfnum og móta sjálfir sitt sameiginlega trúarlíf með viðeigandi dul. Það er viss áhætta tekin hvar sem dulúð er stunduð, svo að hér þarf kirkjan að fara að með mikilli gát. En það breytir engu um nauðsyn þess að leggja rækt við þennan innsta kjarna trúar- lífsins sem er um leið það sem tengir hina trúuðu saman. Söfn- 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.