Morgunn


Morgunn - 01.06.1995, Page 42

Morgunn - 01.06.1995, Page 42
MORGUNN ókunnu lögmáli og það lögmál er óhaggað enn í dag, eins og öll lögmál guðs. En eitt skilyrðið til þess, að það lögmál geti notið sín, lögðu lærisveinamir til. Það skilyrðið leggja kristnir söfnuðir ekki til nú á dögum. Og þótt slíkt mætti verða, er mjög hætt við, að slíkum söfnuði yrði vísað út úr kristninni. Kæmi kristnin nú á dögum einhverstaðar fram í sinni dýrðlegu frummynd, þá mundi kristnin varla þekkja sjálfa sig aftur. Svo breytt er hún orðin. Svo mikið hefir æskufegurðinni hnignað. “ Þau góðu skilyrði sem Haraldur talar um í þessari ræðu fann hann í litla ofsótta guðsþjónusamfélagið í Tilraunafélag- inu, sem að vísu var ekki starfandi þegar hann flutti ræðuna vegna þess að Tilraunafélagið var lagt niður árið 1912. Það var til að viðhalda þessum skilyrðum að stofnað var félag til að halda uppi predikunarstarfsemi Haralds í Fríkirkjunni 1914. Þáttur Haralds í trúar- og kirkjusögu Islands Haraldur virðist ekki hafa haft neitt veður af þeirri samkirkju- legu viðleitni sem fram fór um og eftir fyrra heimstríðið. Kirkjur sem stunduðu kristniboð í fjarlægum löndum og ýmis félagasamtök sem sinntu kristniboði efldu samstarf sín í millum með mikilli samkirkjulegri ráðstefnu í Edinborg þegar árið 1910. Samkirkjulega hreyfingin miðaði að því að efla samstarf ólíkra kirkjudeilda um mannúðar- og mannréttinda- mál og fór erkibiskup Svía Natan Söderblom þar í broddi fylkingar. Hann efndi til ráðstefnu þar sem fulltrúar frá ólíkum kirkjudeildum komu saman í Stokkhólmi árið 1925 sem var upphafið að merkilegri hreyfingu sem kennd var við Líf og starf (Life and Work), en þessa ráðstefnu sóttu fyrir íslands 40

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.