Morgunn


Morgunn - 01.06.1995, Blaðsíða 31

Morgunn - 01.06.1995, Blaðsíða 31
MORGUNN getið þér ímyndað yður nokkuð háleitara hér í heimi en að fá að standa andspænis manni, sem verið hefir ástvinur yðar, en fyrir löngu er horfinn út í dauðans myrkur og jarðnesku leifarnar af honum lögðuð þér hrygg í skaut jarðar, að sjá slíkan vin standa lifandi fyrir framan yður í skínandi klæðum, er það ekki dýrlegra en nokkuð annað, sem þér þekkið? Og slíkt eigum vér í vændum. Slíkt eiga þeir í vændum, sem með hjartans alúð, stöku þolgæði og nákvæmni hlúa að sannleikans umkomulausa barni, sem heimurinn vísar til rúms í jötu. Vantrúar ofstækismennimir fá eigi að sjá það. Þeir tálma því með ofstæki sínu, að með nokkru móti sé unt að gjöra þá hluttakandi í slíkri dýrðarsýn. Hatursmenn Jesú fengu aldrei að sjá hann upprisinn. En lærisveinar hans fengu það, þeir er grátið höfðu af hryggð, er hann var líflátinn. Af þessum ræðum sést að miðilsfundimir hafa stundum snúist upp í hreinar helgistundir. Trúnaðarvinimir upplifa dásamlegar opinberanir ljóss Guðs að handan. Þetta verður samfélag heilagra og félagsmenn sameinast vinum og englum að handan. Misklíð og tortryggni skemma því fyrir þeim árangri og því háleita markmiði sem þessi söfnuður stefnir að. Ný siðbót er boðuð en hún byrjar fyrst og fremst í hjarta hvers og eins. Einstaklingurinn á að „frelsast“ fyrir vitneskjuna og vitnisburðinn um eilíft líf og um leið losnar hann úr viðjum efnishyggju og eigingirni. Allt er þetta endanlega liður í því að ná árangri við tilraunirnar. A allra fyrstu árum spíritismans hér á landi má í málflutn- ingi spíritista merkja mjög eindregna predikun til sinnaskipta í siðferðilegum efnum samfara áherslu á syndasekt mannsins. Þessar áherslur einkenna svokallaðan vakningakristindóm sem boðar heittrú og persónulegt trúarafturhvarf og lítur það trúar- líf homauga sem ekki á rætur sínar að rekja til iðrunar og persónulegs trúarafturhvarfs. Þessi afstaða til trúarinnar einkennir t.d. svo kallaða sértrúarflokka og mátti á þessum 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.