Morgunn


Morgunn - 01.06.1995, Blaðsíða 21

Morgunn - 01.06.1995, Blaðsíða 21
MORGUNN ins að hann sé dulúðarmeistari, gegnir öðru máli þegar kemur að prestinum sem prédikara. Presturinn á helst að vera, ekki aðeins frambærilegur prédikari, heldur líka kennivald sem flyt- ur mál sitt með áhrifamiklum hætti og knýr fólk til að leggja við hlustimar. Enda hefur kirkjan eignast margan góðan kenni- manninn sem uppfrætt hefur alþýðuna, stundum sagt fólki til syndanna og ævinlega brýnt fyrir því ábyrgð þess og skyldur í lífinu. Því má með sanni segja að kirkjunnar menn, prestamir, hafi alla tíð lagt rækt við uppfræðsluhlutverk kirkjunnar sem mér hefur orðið tíðrætt um í þessu erindi. Rökræðan hefur samt ekki verið hin sterka hlið prestana og raunar má segja hið sama um íslenska kennara og íslenska menntamenn yfirleitt. Mælsk- an hefur verið þeirra vopn, en ekki rökvísin. Sannleikurinn er sá að rökræðan er erfið og vandasöm list sem enginn kann til hlítar og engin þjóð hefur lagt sérstaka stund á síðan grískir fræðimenn hófu hana til vegs og virðing- ar í Aþenu forðum. Rökræðan er andstæða kappræðunnar. Hún sprettur af viðleitni manna til að komast í sameiningu að sann- leikanum með því að deila hugsunum sínum og skoðunum í samræðu, þar sem tillit er tekið til skynsamlegra röksemda. Stundum reyna menn að renna stoðum undir rangar, ljótar og illar hugsanir eða skoðanir. Og ef rökræðan kemur ekki til sög- unnar, eru miklar líkur á að menn sitji uppi með hinar vondu hugsanir og telji þær jafnvel sannar eða fagrar. Þar með er auð- vitað ekki sagt að rökræðan tryggi að fólk hugsi eingöngu rétt- ar, fagrar og góðar hugsanir! En hún er að minnsta kosti trygg- ing fyrir viðleitninni til þess. Ofsatrúarmenn, sem skeyta ekki um neitt nema Sannleikann og kæra sig kollótta um hversdagsleg smásannindi, hafa aldrei hrifist af rökræðu. I hugum þeirra er hún heimskulegt ef ekki hrokafullt tiltæki fáráðlinga til að hugsa veröldina út frá sínum forsendum í stað þess að snúa sér beint til hins algóða og al- máttuga guðs og byggja allt á yfirskilvitlegum forsendum 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.