Morgunn


Morgunn - 01.06.1995, Page 21

Morgunn - 01.06.1995, Page 21
MORGUNN ins að hann sé dulúðarmeistari, gegnir öðru máli þegar kemur að prestinum sem prédikara. Presturinn á helst að vera, ekki aðeins frambærilegur prédikari, heldur líka kennivald sem flyt- ur mál sitt með áhrifamiklum hætti og knýr fólk til að leggja við hlustimar. Enda hefur kirkjan eignast margan góðan kenni- manninn sem uppfrætt hefur alþýðuna, stundum sagt fólki til syndanna og ævinlega brýnt fyrir því ábyrgð þess og skyldur í lífinu. Því má með sanni segja að kirkjunnar menn, prestamir, hafi alla tíð lagt rækt við uppfræðsluhlutverk kirkjunnar sem mér hefur orðið tíðrætt um í þessu erindi. Rökræðan hefur samt ekki verið hin sterka hlið prestana og raunar má segja hið sama um íslenska kennara og íslenska menntamenn yfirleitt. Mælsk- an hefur verið þeirra vopn, en ekki rökvísin. Sannleikurinn er sá að rökræðan er erfið og vandasöm list sem enginn kann til hlítar og engin þjóð hefur lagt sérstaka stund á síðan grískir fræðimenn hófu hana til vegs og virðing- ar í Aþenu forðum. Rökræðan er andstæða kappræðunnar. Hún sprettur af viðleitni manna til að komast í sameiningu að sann- leikanum með því að deila hugsunum sínum og skoðunum í samræðu, þar sem tillit er tekið til skynsamlegra röksemda. Stundum reyna menn að renna stoðum undir rangar, ljótar og illar hugsanir eða skoðanir. Og ef rökræðan kemur ekki til sög- unnar, eru miklar líkur á að menn sitji uppi með hinar vondu hugsanir og telji þær jafnvel sannar eða fagrar. Þar með er auð- vitað ekki sagt að rökræðan tryggi að fólk hugsi eingöngu rétt- ar, fagrar og góðar hugsanir! En hún er að minnsta kosti trygg- ing fyrir viðleitninni til þess. Ofsatrúarmenn, sem skeyta ekki um neitt nema Sannleikann og kæra sig kollótta um hversdagsleg smásannindi, hafa aldrei hrifist af rökræðu. I hugum þeirra er hún heimskulegt ef ekki hrokafullt tiltæki fáráðlinga til að hugsa veröldina út frá sínum forsendum í stað þess að snúa sér beint til hins algóða og al- máttuga guðs og byggja allt á yfirskilvitlegum forsendum 19

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.