Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 9
Ritstjórarabb
ritaðar voru um forsetann, þegar hann var látinn, að eftir
ífáfall Haralds Níelssonar og eftir að aldur færðist yfir
Einar Kvaran, „hættu rannsóknir dularfullra fyrirbrigða
að vera Islendingum verulegt hugðarmál.“
Með þessu var þá beint gefið í skyn, að nú stæði mál-
efni vort sálarrannsóknamanna eða spíritista þar, að yfir
því mundi hér eftir dofna og útbreiðslu þess hjá þjóðinni
verða lokið.
[í stað þess] að vér séum illa staddir og
kvíðafullir um framtíð „hugðarmálsins,“ þá
get ég nú í fyrsta lagi svarað spurningunni
„hvar stöndum vér,“ að nú stöndum vér vel,
nú stöndum vér miklu betur en forustu-
mennirnir, þegar þeir voru að hcfja starfið.
Þá stóðu þeir í fyrstu aleinir, þeir áttu sér
ekkert víst, nema aðeins eitt, áttu vísa
andúð, sem stundum varð nálega að illvígri
ofsókn, svo ekki sé sterkara að orði kveðið,
en auðvelt er að réttlæta, þó að hér skuli
ekki út í það farið.
En hvernig er þessu farið nú? Nú hefur málið náð fót- Haraldur
festu hjá þjóðinni. Nú veit hún hvert stórmikið verðmæti Níelsson.
það hefur að geyma, sem þegar hefur orðið ótal börnum
hennar til blessunar og huggunar. Þetta veit nú þjóðin sem
heild, þótt til séu enn rnenn og mannhópar, sem eru með
ýmisleg mótmæli, mótmæli, sem alltaf verða máttlausari
og máttlausari, eins og ávallt þegar skinrök eiga að mæta
staðreyndum og réttum rökum. Nú er engurn til neins að
reyna til að lítilsvirða málið eða hafa það að aðhlátursefni
og ofsækja. Og ef eitthvað er reynt í þá átt, þá verður það
ekki annað en nauðaafllaust nöldur og nart.
Og svo ætti það að hætta að vera þjóðinni hugðarefni að
MORGUNN 7