Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 33
Sœluhúsið við Jökulsá
við kind er risi upp á afturfótunum, en bæði var dimmt af
nóttu og sýrið í móðu, svo að það sástóglöggt. Horfði
hann á skepnu þessa á meðan hún þokaðist meðfram hús-
hliðinni og hvarf fyrir húshornið hinum megin. Tók seppi
þá stökk á eftir henni en fleygðist tilbaka eins og áður.
Lagðist hann þá niður við dyr hússins og hafði nú hljótt
um sig.
Gangnamenn sváfu allir í innra herberginu. Lágu sex á
gólfi, hlið við hlið, en tveir á rúmbálknum í öðrum enda
herbergisins. Þórhallur lá næst austastur og gegnt dyrum,
er stóðu opnar. Þórhallur telur sig hafa sofið í eina
klukkustund, eftir að hann gekk út, er hann vaknar við það
að gengið er yfir hann í áttina til rúmsins. Er stigið gæti-
lega og þuklað fyrir með fæti. Vaknar næsti maður við
Þórhall um leið og spyr hvort nokkur hafi gengið út. Gell-
ur nú í hverjum af öðrum, er innar sváfu, að gengið hafi
verið yfir þá, en þeir ekki hreyft sig. Ekki vöknuðu þeir
tveir, er á rúmbálknum sváfu, og eigi heldur sá, er austast-
ur svaf.
Margt fleira mætti vafalaust tína til um ókyrrð þá, sem
virðist vera í sæluhúsinu við Jökulsá, en þetta ætti að
nægja til þess að gefa mönnum hugmynd um, hvernig
vistarvera sú var, sem ferðafólk varð oft að leita athvarfs
í, nær sjö áratugi eða allt þangað til brú kom á Jökulsá,
árið 1947.
Eins og áður greinir er þessi frásögn byggð á þætti um
Fjalla-Bensa í ritverkinu Ódáðahraun, eftir Ólaf Jónsson,
útg. á Akureyri 1945, og eins úr minningabók um Jóhann-
es Jónsson, Drauma-Jóa, útg. í Reykjavík.
MORGUNN 31