Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 132
Atburðirnir í Hydesville 1848
eiginkona hans hinum megin, en höggin héldu samt
áfram. Það kom brátt í ljós að dagsljós dró úr fyrirbærun-
um og það auðvitað styrkti hugmyndina um að hér væri
gabb á ferðinni, en allt sem reynt var til þess að komast að
því, mislukkaðist.
Loks, að kvöldi 31. mars, upphófust mjög hávær og
stöðug hljóð. Það var þetta kvöld þegar einum af stærstu
áföngum dulrænnar þróunar var náð, því það var þá sem
litla stúlkan Kate Fox skoraði á þennan ósýnilega kraft að
endurtaka smelli fingra hennar.
Þetta grófgerða herbergi, með sína einlægu, eftirvænt-
ingarfullu, hálfklæddu íbúa, sem horfðu ákafir upp á við
með kertaljósin í kringum sig og þunga skuggana sem
læddust um hornin, mætti vel gera að aðalefni stórkost-
legs, sögulegs málverks.
Leitið í höllum og stórhýsum ársins 1848, og hvar mun-
ið þið finna herbergi, sem hefur tryggt stöðu sína í sög-
unni jafn ríkulega og þetta litla herbergi í kofaskriflinu.
Askorun barnsins, þó hún væri borin fram af nokkurri
óskammfeilni, var svarað tafarlaust. Hverjum fing-
ursmelli var svarað með banki.
Hversu hógvær sem aðili hvors sviðs má teljast, þá var
„ritsími spíritismans" loks farinn að starfa og það var nú
látið eftir þolinmæði og siðferðilegri einlægni mannkyns-
ins að ákveða hversu mikil not yrðu af honum í framtíð-
inni.
Óskýrð öfl voru mörg í heiminum en hér var kraftur
sem staðhæfði að á bak við hann stæði sjálfstæð vitund.
Það var hið mikla merki um nýja leið framaundan.
Frú Fox segir frá þessum atburðum, vottfest, með eftir-
farandi hætti og er það fyrri hluti frásagnar hennar:
130 MORGUNN