Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 48
Dularfull fyrirbrigði
Bók Myers, sú er ég nefni áður, mikið rit, um 1400 blað-
síður, er um aðalatriði þessara rannsókna. Og hver hefir
svo árangurinn orðið þessi 30 ár?
í stuttu máli þessi:
Af þeim fyrirbrigðum sem koma sjálfkrafa (svipir og
þess konar) og viðast benda á áframhald lífsins eftir dauð-
ann, eru sum fráleitt annað en skynvillur, eiga sér engan
stað utan meðvitundar þeirra manna, sem þykjast skynja
þau.
En samt verður eftir aragrúi af fyrirbrigðum, sem líka
koma sjálfkrafa og líka benda á áframhald tilverunnar eft-
ir dauðann, en ekki verða, með þeirri þekkingu, sem
mannkynið hefir nú, skýrð á nokkurn annan hátt en þann,
að þau standi í sambandi við tilveru eftir dauðann.
Svo eru þau fyrirbrigði, sem að einhverju leyti standa í
sambandi við tilraunir, eru á einhvern hátt afleiðingar
þeirra.
Margt af því, sem sýnt er fyrir peninga og fullyrt er að
sé áhrif úr andans heimi, hefir félagið sýnt og sannað að
er ekki annað en tál og prettir.
En samt verður eftir aragrúi af tilraunafýrirbrigðum er
hljóta að stafa frá öflum, sem vísindin þekktu ekki fyrir
30-40 árum.
Sum af þeim fyrirbrigðum geta stafað frá öflum er leyn-
ast með mönnunum, að minnsta kosti sumum mönnum,
öflum er menn hafa fundið og gefið nöfn á síðustu áratug-
um.
En samt verða eftir ljöldamörg fyrirbrigði, sem þeir er
fyrir rannsóknunum hafa staðið, geta ekki gert sér neina
grein fyrir aðra en þá, að þau stafi þaðan, sem spíritistar
fullyrða.
Crookes og Wallace hafa orðið algerir og ákveðnir
46 MORGUNN